1.-16. júní 2024

Materize

4. JÚN
IÐNÓ

Tilraunakennt dans- og tónverk í Iðnó eftir eftirtektarvert ungt tónskóld

Í Materize fléttast tónlist, dans og rými saman í eina heild. Flytjendur klæðast rafhljóðfærinu Hreyfð og skapa hljóð við hreyfingu með hringóm og skynjara. Þeir eru því allt í senn dansarar, tónlistarflytjendur og hljóðkerfi.

Hljóðfærið Hreyfð er táknrænt fyrir umskiptin sem verða þegar tækni sameinast mannslíkaman­um — breytingu sem manneskjan nálgast óðum. Tæknin verður sífellt greindari en áhrif hennar á samúð, umhyggju og tenginguna við náungann eiga það til að gleymast. Hvað gerist þegar tæk­nin verður mennsk? Getur tæknin átt náið, til­finningalegt samband við manneskju? Titillinn Materize vísar í enska orðið matter og myndun hins óáþreifanlega, ásamt latneska orðinu mater sem þýðir móðir. En hver er móðir tækninnar og hver ætlar að annast hana? Og hvað gerist þegar samúð og umhyggja gleymast í tækniþróun?

Sól Ey er tónskáld, hljóðfærahönnuður og ný­miðlalistakona sem leggur áherslu á samþættingu hljóðs, hreyfinga, rýmis, ljóss og mannlíkamans. Hún lærði tónsmíðar við Konunglega konservatoríið í Haag og var listrænn rannsakandi við Academy for Theatre and Digitality í Dortmund árið 2022. Hún er staðartónskáld hjá hollensku hljómsveitinni Modelo62 til ársins 2026.

Gestum býðst að standa og hreyfa sig um í rýminu á meðan á viðburðinum stendur en í boði verða stólar fyrir þau sem þurfa.

Tónlist, hljóðfærahönnun & konsept: Sól Ey
Danshöfundur: Alvilda Faber Striim
Búningahönnuður: Daphne Karstens
Ljósahönnuður & aðstoðarhljóðfæraforritari: Nathan Marcus 
Flytjendur: Abraham Rademacher DK/ES, Alvilda Faber Striim DK, Paulina Šmatláková SK/DK, Sól Ey IS/DK
Mentor: Marina Mascarell ES
Framleiðandi: Bad Circuit

Sól Ey (IS/DK)

4. júní kl. 17:00
4. júní kl. 20:00

Ókeypis

Art Music Denmark, Dansk Komponist Forening, KODA Kultur, Statens Kunstfond, Samfélagssjóður Landsbankans, Tónskáldasjóður RÚV og STEF, Tónskáldasjóður Bylgjunnar og Stöðvar 2, William Demant Fonden, Academy for Theater and Digitality, Inter Ars Center, Dansk Danseteater, Launasjóður listamanna

Aðgengi

Hjólastólaaðgengi er í Iðnó. Næsta strætóstoppistöð heitir Ráðhúsið. Stoppistöðin MR er einnig nærri sem og Hallargarðurinn. 

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ 1
LEIÐ 3
LEIÐ 6
LEIÐ 11
LEIÐ 12
LEIÐ 13
LEIÐ 55