Málþing: List á tímum loftslagsvár

Listahátíð í Reykjavík efnir til málþings í Klúbbi Listahátíðar í Iðnó, þar sem hlutverk listarinnar á tímum loftslagsvár verður í brennidepli. Málþingið er í tengslum við stórsýninguna Sun and Sea í Hafnarhúsi og gestum er boðið að koma á lokaæfingu verksins í lok málþingsins. Í samstarfi við Malmö Konsthall, tónlistarhátíðina Borealis í Bergen og sviðslistahátíðina CPH Stage í Kaupmannahöfn er áleitnum spurningum um ábyrgð og hlutverk listarinnar á þessum viðsjárverðu tímum varpað fram og breiðum hópi boðið að borðinu.

Það er alltaf frítt inn og öll kærlega velkomin í Klúbbinn.

Styrkt af Nordic Culture Fund 

Í samstarfi við: 
Borealis - en festival for eksperimentell musikk
CPH STAGE
Travers
Malmö Konsthall

1. JÚN

Dagsetning

1. júní 2022, kl. 14:00-17:00

Staðsetning

Verð

Ókeypis

Listafólk

Ýmsir

Aðgengi

Í Iðnó er gott aðgengi fyrir hjólastóla.

STRÆTÓ: 1, 3, 6, 11, 12, 13, 55

Merktu daginn