Listaspjall: Steinunn Þórarins

Myndhöggvarinn Steinunn Þórarinsdóttir mætir í spjall í Klúbbi Listahátíðar og ræðir við okkur um ferilinn, tvíhyggjuna og verk hennar á Listahátíð í ár, BRYNJUR.

BRYNJUR verða afhjúpaðar þann 1. Júní kl 17:00 á Listahátíð í Reykjavík á Hallgrímstorgi. 

Á Hallgrímstorgi birtast þær, þöglar, kyrrstæðar mannverur. Brynjuklæddar og ögrandi gegnt varnarlausum og kynlausum verum sem þrátt fyrir berskjöldun sína bjóða valdinu byrginn. Andstæður og ólíkir kraftar togast á en kveikja þó einnig hugmyndir um samruna - um mögulegt samtal, tengsl þess gjörólíka.

Rótina að BRYNJUM, mögnuðu útilistaverki Steinunnar Þórarinsdóttur, má rekja aftur til dvalar listakonunnar í New York-borg fyrir hartnær áratug. Í Metropolitan-listasafninu heillaðist Steinunn af umfangsmikilli brynjueign safnsins og því tákni valds og ofbeldis sem slík herklæði eru. Í kjölfarið hófst samstarf listakonunnar og safnsins en brynjurnar sem sjást nú við Hallgrímskirkju eru byggðar á þremur dýrmætum miðaldabrynjum frá Þýskalandi, Englandi og Ítalíu sem voru þrívíddarskannaðar með mikilli nákvæmni af starfsfólki Metropolitan-safnsins og upp úr þeim unnir skúlptúrar úr áli.

Verkið hefur þegar verið sýnt við góðan orðstír í New York og Kaupmannahöfn og fær nú loksins að sjást á Íslandi. Steinunni þarf vart að kynna en hinn fígúratívi heimur hennar, sem gjarnan birtist okkur í óvæntu samhengi í borgarlandslagi, hefur hrifið listunnendur víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum, Kanada, Evrópu og Ástralíu.

Það er alltaf frítt inn og öll kærlega velkomin í Klúbbinn.

6. JÚN

Dagsetning

6. júní 2022, kl. 17:00-18:00

Staðsetning

Verð

Ókeypis

Listafólk

Steinunn Þórarinsdóttir

Aðgengi

Í Iðnó er gott aðgengi fyrir hjólastóla.

STRÆTÓ: 1, 3, 6, 11, 12, 13, 55

Merktu daginn