Listaspjall: Domina Convo

Mögnuðu jazzpíanistarnir Carmen Staaf (US), Julia Hülsmann (DE), Rita Marcotulli (IT) og Sunna Gunnlaugsdóttir (IS) mæta í Klúbb Listahátíðar og ræða samstarf sitt og tónlistarsköpun. Tónleikar þeirra, Domina Convo, verða um kvöldið í Hörpu. 

Í verkinu Domina Convo sitja þær tvær og tvær við hvern flygil og flytja heillandi samtal. Þær eru hver í fremstu röð sem píanistar á sínum heimaslóðum, flytja eigin tónsmíðar og vega salt milli stemninga, melódískra tóna og þess óvænta. 

Það er alltaf frítt inn og öll kærlega velkomin í Klúbbinn.

7. JÚN

Dagsetning

7. júní 2022, kl. 12:00-13:00

Staðsetning

Verð

Ókeypis

Listafólk

Carmen Staaf, Julia Hülsmann, Rita Marcotulli, Sunna Gunnlaugsdóttir

Aðgengi

Í Iðnó er gott aðgengi fyrir hjólastóla.

STRÆTÓ: 1, 3, 6, 11, 12, 13, 55

Merktu daginn