7
JÚN
Domina Convo
Sunna Gunnlaugs (IS)
Rita Marcotulli (IT)
Julia Hülsmann (DE)
Carmen Staaf (US)
Mögnuðu jazzpíanistarnir Carmen Staaf (US), Julia Hülsmann (DE), Rita Marcotulli (IT) og Sunna Gunnlaugsdóttir (IS) mæta í Klúbb Listahátíðar og ræða samstarf sitt og tónlistarsköpun. Tónleikar þeirra, Domina Convo, verða um kvöldið í Hörpu.
Í verkinu Domina Convo sitja þær tvær og tvær við hvern flygil og flytja heillandi samtal. Þær eru hver í fremstu röð sem píanistar á sínum heimaslóðum, flytja eigin tónsmíðar og vega salt milli stemninga, melódískra tóna og þess óvænta.
Það er alltaf frítt inn og öll kærlega velkomin í Klúbbinn.