Langborð: Öllum til heilla

Raddir hverra heyrast ekki í íslensku listalífi? Hver okkar eru ekki meðal áhorfenda? Verk hverra sjáum við ekki og hver sjáum við ekki standa á stóru sviðunum? Hvernig geta lista- og menningarstofnanir spornað gegn mismunun í listum? Verið velkomin að langborði þar sem heiðarlegt samtal er eini rétturinn.

Viðburðurinn er síðasti hluti viðburðaraðarinnar Öllum til heilla og fer fram á íslensku og ensku. Að umræðum loknum verður boðið upp á brot úr glænýju uppistandi Elvu Daggar, Madame Tourette, sem frumsýnt var í Klúbbnum þann 9. júní.


Hvað er langborð?

Langborð er gjörningur og umgjörð til samræðna sem notar undirstöður hins klassíska kvöldverðarborðs til að kynda undir samfélagslegar samræður. Hugmyndin kom frá Lois Weaver árið 2003 sem svar hans við því stigveldi og óaðgengileika sem einkenndi hefðbundin málþing. Langborð býður upp á jafnt aðgengi allra radda sem vilja heyrast. Hugmyndin spratt frá myndinni Antonia‘s Line eftir Maureen Gorris sem fjallar um kvöldverðarborð sem lengist og lengist í takt við sífellt vaxandi fjölskyldu af utanaðkomandi fólki, vinum og sérvitringum, þar til að í lokin færist borðið út úr húsinu. Umgjörð langborðsins til samfélagslegra samræðna hefur síðan þá verið notuð af stofnunum og hátíðum um allan heim. Hver sem er má nota Langborð sem umgjörð til samfélagslegs samtals.  

Það er alltaf frítt inn og öll kærlega velkomin í Klúbbinn.

15. JÚN

Dagsetning

15. júní 2022, kl. 12:00-14:00

Staðsetning

Verð

Ókeypis

Listafólk

Ýmsir

Aðgengi

 Í Iðnó er gott aðgengi fyrir hjólastóla.

STRÆTÓ: 1, 3, 6, 11, 12, 13, 55

Merktu daginn