Langborð: Dauðinn

Dauðinn er allt um kring og ávallt nálægur en þó forðumst við flest að hugleiða endalok lífsins. Hvernig má auka samfélagslega viðurkenningu á dauðanum jafnt sem lífinu? Geta listir leikið hlutverk í því að umfaðma dauðann?

Verið velkomin í langborð um dauðann og systur hans, lífið. Við langborðinu er opinskátt samtal eini rétturinn. Langborðið fer fram í tengslum við viðburðinn Dauðinn færist nær eftir Ásrúnu Magnúsdóttur og Benedikt Hermann Hermannsson.


En hvað er langborð?

Langborð er gjörningur og umgjörð til samræðna sem notar undirstöður hins klassíska kvöldverðarborðs til að kynda undir samfélagslegar samræður. Hugmyndin kom frá Lois Weaver árið 2003 sem svar hans við því stigveldi og óaðgengileika sem einkenndi hefðbundin málþing. Langborð býður upp á jafnt aðgengi allra radda sem vilja heyrast. Hugmyndin spratt frá myndinni Antonia‘s Line eftir Maureen Gorris sem fjallar um kvöldverðarborð sem lengist og lengist í takt við sífellt vaxandi fjölskyldu af utanaðkomandi fólki, vinum og sérvitringum, þar til að í lokin færist borðið út úr húsinu. Umgjörð langborðsins til samfélagslegra samræðna hefur síðan þá verið notuð af stofnunum og hátíðum um allan heim. Hver sem er má nota Langborð sem umgjörð til samfélagslegs samtals.  

Það er alltaf frítt inn og öll kærlega velkomin í Klúbbinn.

16. JÚN

Dagsetning

16. júní 2022, 12:00-13:00

Staðsetning

Verð

Ókeypis

Listafólk

Benedikt Hermann Hermannsson, Ásrún Magnúsdóttir

Aðgengi

Í Iðnó er gott aðgengi fyrir hjólastóla.

STRÆTÓ: 1, 3, 6, 11, 12, 13, 55

Merktu daginn