1.-16. júní 2024

Lærðu pólska og úkraínska leiki!

1. JÚN
10:00
HARPA, SILFURBERG

Listahátíð í Reykjavík og Harpa bjóða börnum á aldinum 6-9 ára upp á stórskemmtilegt námskeið þar sem hljómsveitin DAGADANA kennir pólska og úkraínska leiki. 

DAGADANA er heimsþekkt þjóðlagasveit sem vill stuðla að því að fólk hvarvetna úr heiminum geti komið saman í krafti tónlistarinnar. Hér kenna þau krökkum fyndna, fjöruga og fallega leiki. 

Þátttaka er ókeypis, en nauðsynlegt að skrá sig hér. 
Fullorðnir eru velkomnir að taka þátt með börnum sínum, en þó ekki fleiri en tveir á hvert skráð barn. 

Aðgengi og aldur

- Smiðjan á fer fram á ensku og íslensku, en einnig hægt að fá útskýringar og svör við spurningum á pólsku og úkraínsku. 

- Smiðjan er ætluð börnum á aldrinum 6-9 ára (fædd 2015-2018)

- Smiðjan fer fram í rúmgóðum sal á annarri hæð, með lyftuaðgengi og sléttu gólfi

- Nánari upplýsingar um heimsóknir í Hörpu og aðgengismál má finna hér.

Við viljum upplýsa gesti um að ljósmyndari gæti verið viðstaddur viðburðinn. Ef foreldrar eða forráðamenn vilja ekki að myndir af börnum þeirra birtist í umfjöllun um viðburðinn á miðlum Hörpu eða Listahátíðar í Reykjavík þá biðjum við ykkur vinsamlegast um að láta starfsfólk eða ljósmyndarann vita á staðnum eða í gegnum netfangið markadsdeild@harpa.is.

DAGADANA

10:00 - 11:00

Ókeypis

Harpa

Aðgengi

Mjög gott hjólastólaaðgengi. Næsta stoppistöð strætó heitir Harpa. Stoppistöðin Lækjartorg er einnig nálægt.
Meira um aðgengi fyrir ólíka hópa í Hörpu hér.

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ 3
LEIÐ 1
LEIÐ 6
LEIÐ 11
LEIÐ 12
LEIÐ 13
LEIÐ 14