1.-16. júní 2024

Kryfjum ferlið: Korda Samfónía

5. JÚN
13:00
IÐNÓ

Smiðja þar sem skapandi ferli Kordu Samfóníu verður krufið með meðlimum hljómsveitarinnar ásamt þátttakendum úr heilbrigðis- og listageiranum. Gestum er boðið að fylgjast með og taka þátt í umræðum. 

Building Bridges Through Collaboration (Byggjum brýr með samvinnu) er þriggja ára rannsóknarverkefni sem skoðar starfsemi og aðferðafræði MetamorPhonics sem er dæmi um samfélagsmiðað tónlistarverkefni. Tilgangurinn er að skilja margvíslega þætti MP, meðal annars bakgrunn og áhugahvöt þátttakenda, hugmyndafræði og leiðarljós MP og bera saman við önnur samfélagsmiðuð tónlistarverkefni. Klúbburinn er gestgjafi fyrsta hluta rannsóknarinnar.

Á þremur starfsárum hefur Korda Samfónía orðið að þekktum og reglulegum lið í íslensku tónlistarlífi. Árlegir tónleikar hafa fengið frábæra dóma og vakið athygli fyrir listræn gæði, fagmennsku og sérstæða tónlist sem spannar stórt svið tónlistarstefna. Korda telur 30-35 meðlimi og spilar eingöngu sínar eigin tónsmíðar sem allar eru skapaðar af hljómsveitarmeðlimum í sameiningu. Hljómsveitin var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir debut tónleika sína í Eldborg árið 2022 og fékk Hvatningarverðlaunin á degi íslenskrar tónlistar þann 1. Desember 2023 fyrir að nýta tónlist og miðla henni á skapandi máta til að efla fólk til frekari virkni í samfélaginu.

Aðstandendur:

Listrænir stjórnendur Kordu Samfóníu og rannsóknaraðilar verkefnisins „Building Bridges Through Collaboration“: Dr. Þorbjörg Daphne Hall (Listaháskóli Íslands), Dr Lee Higgins og Dr Jo Gibson (York St John´s University), Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths (MetamorPhonics), Anna Hildur Hildibrandsdóttir-Háskólinn á Bifröst, Sævar Helgi Jóhannsson- Aðstoðarstjórnandi Kordu Samfóníu, Þráinn Þórhallsson Aðstoðarstjórnandi Kordu Samfóníu.


Viðburðurinn fer fram á ensku.

Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths
Dr Þorbjörg Daphne Hall

13:00-16:00

Ókeypis

MetamorPhonics
Listaháskóli Íslands
Tónlistarborgin Reykjavík
York St John’s University
Háskólinn á Bifröst
Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhús

Aðgengi

Hjólastólaaðgengi er í Iðnó. Næsta strætóstoppistöð heitir Ráðhúsið. Stoppistöðin MR er einnig nærri sem og Hallargarðurinn. 

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ 1
LEIÐ 3
LEIÐ 6
LEIÐ 11
LEIÐ 12
LEIÐ 13