11
JÚN
Guru Dudu
David Naylor (AU)
Ástralski listamaðurinn Guru Dudu býður upp á kosmískt hraðstefnumót. Á meðan þátttakendur leysa stórskemmtileg verkefni rekur Guru Dudu sköpunarsöguna allt frá Miklahvelli til dagsins í dag. Upplifunin er bráðfyndin og hjartastyrkjandi, Frábær leið til að kynnast nýju fólki, hvort sem við erum í makaleit eður ei. Viðburðurinn fer fram á ensku og skráning fer fram með að senda tölvupóst á skraning@artfest.is.
Guru Dudu kemur einnig fram á aðaldagskrá Listahátíðar í Reykjavík þann 11. og 12. júní með sína heimsþekktu en afar hljóðlátu diskógöngu þar sem þátttakendur fá heyrnatól með dúndrandi stemningstónlist og Guru Dudu leiðir hópinn um valda staði Reykjavíkur og lýsir umhverfinu á sinn einstaka og bráðfyndna hátt.
Það er alltaf frítt inn og öll kærlega velkomin í Klúbbinn.