1.-16. júní 2024

INTO Festival

7. - 9. JÚN
ALÞÝÐUHÚSIÐ Á SIGLUFIRÐI

Þriggja daga alþjóðleg listahátíð í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

INTO er alþjóðleg hátíð skapandi fólks sem haldin er í Alþýðuhúsinu á Siglufirði en menningarstarf Alþýðuhússins hreppti Eyrarrósina 2023. Á hátíðina mætir fjölbreyttur hópur listafólks víða að, með opinn huga og einlæga löngun til að verða fyrir áhrifum hvert af öðru og af heimafólki. Á slíku stefnumóti verður til listrænn galdur.

Stjórnendur INTO eru þau Aðalheiður S. Eysteinsdóttir (IS) og Will Owen (US) en þau hafa unnið saman að sýningarverkefnum í Danmörku og á Íslandi í samstarfi við Aros listasafnið í Árósum og heimafólk á hverjum stað. INTO-hátíðin var fyrst haldin í Assedrup árið 2023 og stefnt er að því að hátíðin 2025 fari fram í New York.

Siglufjörður mun iða af sköpunarkrafti alla hátíðardagana en á dagskránni eru meðal annars myndlistarsýningar, gjörningar, útilistaverk, tónleikar og ljóðalestur. Viðburðirnir fara fram bæði í Alþýðuhúsinu og víðs vegar um bæinn, inni og úti. Aðgangur að öllum viðburðum er ókeypis.

INTO 2024 Dagskrá
7. júní 

kl. 14.00- 15.00 - Ljósastöðin, uppákoma, Tommy Nguyen, Will Owen og Sholeh Asgary 
kl. 15.00 - 17.00 - Kompan, Alþýðuhúsið, sýningaropnun, Styrmir Örn Guðmundsson 
kl. 15.30 - 22.00 - Garður við Alþýðuhúsið, útilistaverk, Brák Jónsdóttir, Will Owen, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Haraldur Jónsson 
Kl. 16.00 - 17.30 - Vinnustofa Ástþórs - sýningaropnun, Arnar Ómarsson 
Kl. 16.00 - 18.00 - Ráðhússalur, sýningaropnun, Bergþór Morthens
kl. 16.00 - 17.30 - Herhúsið, Arna Guðný Valsdóttir sýnir
kl. 16.00 - 17.30 - Segull 67, Anders Visti, Ditte Lyngkær Pedersen sýna
Kl. 16.00 - 17.30 - Söluturninn, sýning, Örlygur Kristfinnsson
kl. 17.30 - 18.00 - Móttaka á vegum Eyrarrósarinnar og Listahátíðar í Reykjavík
kl. 18.00 - 19.00 - Alþýðuhúsið, tónleikar, Þórir Hermann Óskarsson
kl. 21.00 - 22.00 - tankinum við Síldarminjasafnið, Hljóðverk / Innsetning, Abdul Dube 
kl. 22.00 - 23.00 - Alþýðuhúsið, tónlistaspuni, Will Owen, Magnús Trygvason Eliassen 

8. júní 

kl. 14.00 - 17.00 - Kompan, Alþýðuhúsið, Styrmir Örn Guðmundsson sýnir
kl. 14.00 - 22.00 - Garður við Alþýðuhúsið - Brák Jónsdóttir, Will Owen, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Haraldur Jónsson
kl. 14.00 - 17.00 - Herhúsið, sýningaropnun, Arna Guðný Valsdóttir
kl. 14.00 - 17.00 - Tankurinn við Síldarminjasafnið, Abdul Dube sýnir
kl. 14.00 - 17.00 - Vinnustofa Ástþórs, Arnar Ómarsson sýnir
kl. 15.00 - 17.00 - Segull 67 - sýningaropnun, Anders Visti, Ditte Lyngkær Pedersen 
kl. 16.00 - 17.00 - Söluturninn, sýning, Örlygur Kristfinnsson
kl. 17.00 - 17.30 - Alþýðuhúsið, ljóðalestur, Brynja Hjálmsdóttir
kl. 20.00 - 20.45 - Alþýðuhúsið, tónleikar, Katrin Hahnar
kl. 21.00 - 22.00 - Alþýðuhúsið, tónleikar, Magnús Trygvason Eliassen, Tumi Árnason 

9. júní 

kl. 14.00 - 17.00 - Kompan, Alþýðuhúsið, Styrmir Örn Guðmundsson
kl. 14.00 - 22.00 - Garður við Alþýðuhúsið, Brák Jónsdóttir, Will Owen, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Haraldur Jónsson
kl. 14.00 - 17.00 - Segull 67, Anders Visti, Ditte Lyngkær Pedersen sýna
kl. 14.00 - 17.00 - Herhúsið, Arna Guðný Valsdóttir sýnir
kl. 14.00 - 17.00 - Tankurinn við Síldarminjasafnið, Abdul Dube sýnir
kl. 15.00 - 17.00 - Alþýðuhúsið, uppákomur, Andri Freyr Arnarsson og aðrir þátttakendur í INTO
kl. 16.00 - 17.00 - Söluturninn, Örlygur Kristfinnsson sýnir

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir (IS)
Arnar Ómarsson (IS)
Styrmir Örn Guðmundsson (IS)
Bergþór Morthens (IS)
Arna Guðný Valsdóttir (IS)
Andri Freyr Arnarsson (IS)
Ditte Lyngkær Pedersen (DK)
Brák Jónsdóttir (IS)
Anders Visti (DK)
Abdul Dube (ZA/DK)
Magnús Trygvason Eliassen (IS)
Tumi Árnason (IS)
Brynja Hjálmsdóttir (IS)
Tommy Nguyen (US)
Sholeh Asgary (IR/US)
Katrin Hahner (DE)
Þórir Hermann Óskarsson (IS)
Haraldur Jónsson (IS)
Örlygur Kristfinnsson (IS)
Gísli Pálsson (IS)
Ókeypis

Sóknaráætlun Norðurlands estra
Fjallabyggð
Byggðastofnun
Icelandair

Aðgengi

Meginhluti viðburða verða haldnir í Alþýðuhúsinu á Siglufirði þar sem er ágætis aðgengi fyrir hjólastóla en ekki salerni fyrir fatlaða.

Ein sýning verður í Ráðhússal Siglufjarðar og þar er hjólastólaaðgengi.

Aðrir viðburðir á listahátíðinni INTO eru víða um bæinn, sumir utandyra en aðrir innandyra í óhefðbundnum sýningarrýmum þar sem ekki er gert sérstaklega ráð fyrir hjólastólaaðgengi.

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ 78