Hrafntinna

Hilmar Þórðarson (IS)
Halldis Rønning (NO)
Þorbjörg Jónsdóttir (IS)

Hrafntinna (Sort Glimmer) er einstakur sviðslistaviðburður sem hrífur áhorfendur með sér í ferðalag um ímyndað landslag. Listafólkið yfirstígur hefðbundin landamæri og fléttar saman tónlist, hljóðlist, dansi, gjörningum, leikhúslistinni, myndlist og ljósahönnun þannig að úr verður leiftrandi litaspjald sem er sannur óður til náttúrunnar. Stjórnandinn notar rafrænan hanska til að skapa og kalla fram hljóð og magnar þannig enn frekar leik söngvara og tónlistarfólks að andstæðum, orku og hreyfingum. Með spuna og innsæi leyfir listafólkið tónlist og hreyfingum að kvikna í augnablikinu. Í sýningunni eru mörk hefðbundinna hugmynda um óperuformið rofin og unnið úr frumkröftum náttúrunnar sem skapa flæði frá hinu djúpa, dimma og óþekkta og inn í það óvænta og berskjaldaða þar sem við finnum fyrir viðkvæmni og fegurð.

Gestum býðst að hreyfa sig um á meðan á sýningu stendur og leyfa ímyndunaraflinu að útvíkka ferðalagið. Á bak við Hrafntinnu stendur framsækinn hópur listafólks úr fremstu röð sem býður gestum Listahátíðar að njóta upplifunar sem á sér enga líka.

Listafólk:

Halldis Rønning - Tónskáld & stjórnandi
Hilmar Þórðarson - Tónskáld & raftækni
Þorbjörg Jónsdóttir - Vídeólist

Í listrænu samstarfi við:

Karen Eide Bøen - Danshöfundur
Niels Thibaud Girerd - Leikstjórn
Anton Kroyer - Ljósahönnun
Aron Þór Arnarsson - Hljóð
Helga Lúðvíksdóttir - Búningar
Ísak Freyr Helgason - Útlitshönnuður

IMNO ensemble: Jostein Stalheim - harmónikka, Guro Skumsnes Moe - bassi & rödd, Else Olsen Storesund - píanó

CAPUT: Guðni Franzson - klarinett, Björg Brjánsdóttir - flautur, Sigurður Halldórsson - selló, Hrafnkell Örn Guðjónsson (Keli) - slagverk

Oddur Jónsson - barítón

Tabula Rasa Vocal Ensemble: Sigrun Jørdre - sópran, Zsuzsa Zseni - mezzósópran, Tord Kalvenes - tenór, Arild Rohde - tenór

William Hjort-Johansen - Aðstoð við hljóðvinnslu
Syv mil: Gunnbjørg Johannessen - Framleiðandi

Framleiðendur:
CAPUT  

 

Stuðningsaðilar: 

5. JÚN

Dagsetning

5. júní 2022, kl. 20:00

Staðsetning

Verð

Kr. 4.800

Listafólk

Hilmar Þórðarson (IS), Halldis Rønning (NO), Þorbjörg Jónsdóttir (IS)

Aðgengi

Aðgengi fyrir hjólastóla er mjög gott í Hörpu en þrjár lyftur fara beint úr bílakjallara upp á 2., 3., 4. og 5. hæð. Sérmerkt svæði ætluð hjólastólum þarf að panta í miðasölu Hörpu. Í Hörpu er hægt að fá afnot af tónmöskvabúnaði. Sæti sem ætluð eru gestum með hjálparhund þarf að panta í miðasölu Hörpu

Merktu daginn