1.-16. júní 2024

Hér á ég heima

2. - 16. JÚN
GERÐARSAFN

Vídeóverk í Gerðasafni

Hér á ég heima er myndbandsinnsetning þar sem kafað er í það hvernig við festum rætur og búum okkur heimili í nýju umhverfi. Listakonan dregur upp innilega og hjartnæma mynd af ferðalagi innflytjandans; viðleitninni til að aðlagast og finnast hún eiga heima í framandi landi. Verkið er óður til innflytjenda á Íslandi og leikur á allan tilfinningaskalann á djúpan og næman máta.

Verkið Hér á ég heima er hafið yfir mörk tungumáls og talar til gesta af ólíkum uppruna. Það er áhrifamikil hugleiðing um þrá manneskjunnar eftir því að tilheyra.

Yuliana Palacios er mexíkósk listakona sem hefur búið á Íslandi frá árinu 2016. Á þeim tíma hefur hún unnið sjálfstætt að eigin verkum en gjarnan átt í samstarfi við annað heimafólk. Hún stundar nú meistaranám í sviðslistum við Listaháskóla Íslands.

Yuliana Palacios (MX/IS)
Elvar Örn Egilsson
Jón Haukur Unnarsson

1.-16. júní
Opið alla daga kl. 12:00-18:00

0 - 1.200 kr

Gerðarsafn
Rocinante Oaxaca
Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir
Fözz Studio
Launasjóður listamanna

Aðgengi

Gott hjólastólaaðgengi. Farið er inn um aðalinngang að ofanverðu. Lyfta er á staðnum.

Næstastrætóstoppistöð heitir Hamraborg. 

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ 1
LEIÐ 2
LEIÐ 4
LEIÐ 28
LEIÐ 35
LEIÐ 36