13
JÚN
Kosmískt hraðstefnumót
David Naylor
Hljóðlausu diskógöngurnar hans Guru Dudu eru bráðfyndin ævintýri á götum borgarinnar. Setjið upp heyrnartólin og dansið með!
Guru Dudu dansar með þátttakendum um bæinn og segir þeim frá umhverfinu á sinn einstaka hátt á meðan stórskemmtileg dansuppátæki fá alla til að sleppa fram af sér beislinu og brosa sínu breiðasta. Undir göngunni hljóma hressandi smellir og þessi ógleymanlega dansganga mun kæta gesti úr öllum aldurshópum.
Grínistinn David Naylor býr í Melbourne en hefur komið fram á hátíðum og viðburðum um heim allan sem sjarmatröllið Guru Dudu. Diskógöngurnar hans kveikja gleði í hverri götu.
Viðburðurinn fer fram á ensku en aðeins þarf undirstöðukunnáttu í málinu til að njóta hans. Leiðin sem Guru Dudu fer er nokkuð greiðfær hjólastólum en liggur þó í halla.
11. júní, kl. 13:00 frá Iðnó
11. júní, kl. 15:00 frá Hallgrímskirkju
12. júní, kl. 13:00 frá Iðnó
12. júní, kl. 15:00 frá Hallgrímskirkju
2.000 kr.
David Naylor (AU)
Leiðin sem Guru Dudu fer er nokkuð greiðfær hjólastólum en liggur þó í halla.