17
JÚN
dAzzleMAZE
Dalija Acin Thelander (SE/RS)
Dalija Acin Thelander er höfundur og listrænn stjórnandi dAzzleMAZE, upplifunarsýningar fyrir börn af öllu skynrófinu sem er á aðaldagskrá Listahátíðar í Tjarnarbíó 17. - 19. júní. Dalija mætir í Klúbb Listahátíðar og kynnir fyrir okkur listræna aðferðafræði sína og nálgun við leikhússköpun fyrir ung börn. Dalija hefur rutt veginn fyrir nýjum nálgunum í sviðslistum og það er heiður að fá hana í Klúbbinn!
Það er alltaf frítt inn og öll kærlega velkomin í Klúbbinn.