1.-16. júní 2024

Future Forecast

8. JÚN
20:00
SILFURBERG, HARPA

MIÐASALA HEFST 12. MAÍ KL. 12:00

Future Forecast samanstendur af sjö glænýjum verkum sem upphaflega spretta upp úr vel ígrund­uðum hugmyndum um hvernig tónlist framtíðarinn­ar kynni að hljóma, ef vikið yrði frá fyrirsjáanlegum formum, hendingum og hljóðmyndum, en þess í stað leitað fanga í nýjum víddum. Nálgunin byggir á áhugaverðum tilviljunum og áhrifavöldum auk leitarinnar eftir nýmælum. Sköpunarferlið sem hófst með auðu blaði í Fljótunum í Skagafirði, þróaðist í skapandi síflæði í Flóka hljóðverinu þar sem óvænt samsetning og sameiginleg innöndun tónlistar­fólksins var veganestið heilladrjúga. Afraksturinn gefur að heyra í þeim 7 ópusum sem hér verða kynntir áheyrendum fyrsta sinni í lifandi flutningi á Listahátíð í Reykjavík.

Um skrautlegan feril Stuðmanna þarf ekki að fjölyrða en margir liðsmenn sveitarinnar hafa gert sig gildandi í víðu, skapandi og fjölþjóðlegu samhengi um árabil. Peter Erskine á að baki glæstan feril með Weather Report, Steely Dan, Joni Mitchell o.fl. Matthew Garrison er í fremstu röð bassaleikara heimsins um þessar mundir og bandaríski saxófónl­eikarinn Phil Doyle hefur fyrir löngu skipað sér í hóp fremstu tónlistarmanna sem starfa á Íslandi. Auk ópusasafnsins Future Forecast verða á tónleikun­um rifjuð upp nokkur af þekktustu verkum meðlima Jack Magnet Science-teymisins.

Jack Magnet Science:
Jakob Frímann
Ragga Gísla
Dísa Jakobs
Eyþór Gunnarsson
Guðmundur Pétursson
Einar Scheving
Sigtryggur Baldursson
Phil Doyle
Peter Erskine
Matthew Garrison

Jack Magnet Science
6.900 - 8.900 kr
Kaupa miða

Múlinn
Sjónvarp Símans

Aðgengi

Mjög gott hjólastólaaðgengi í Hörpu.

Tónmöskvi er í miðasölu.

Stoppistöðin Harpa er næst Hörpu en einnig er stoppistöðin Lækjartorg nálægt.

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ 3
LEIÐ 1
LEIÐ 6
LEIÐ 11
LEIÐ 12
LEIÐ 13
LEIÐ 14

Myndaalbúm