1.-16. júní 2024

FLÖKT

12. - 13. JÚN
BORGARLEIKHÚSIÐ

Ljóðrænt dansverk í síkvikri veröld

Getum við upplifað dansverk á sama hátt og við upplifum foss?

Í FLÖKTI rannsaka danshöfundurinn og dansarinn Bára Sigfúsdóttir og rýmissagnahöfundurinn Tinna Ottesen líkamlega tengingu okkar við heiminn umhverfis okkur og það sem yfir okkur vofir í síbreytilegri veröld. Verkið hverfist um þá hugmynd að náttúran lifi ekki eingöngu utan við okkur heldur getum við skynjað hana og upplifað í gegnum eigin líkama.

Áhorfendum er boðið inn í silkitjald sem er á hreyfingu, í sífelldri umbreytingu. Saman leggja áhorfendur og dansarar upp í ferðalag inn í ljóðræna smámynd af okkar heimi.

Í listsköpun sinni fæst Tinna við kvik efni og áhrif þeirra á rými. Hún hefur verið virkur þátttakandi í íslenskri sviðslista-, kvikmynda-, og hönnunar- og myndlistarsenu undanfarin 20 ár og unnið bæði að samstarfsverkefnum og eigin verkum. 

Bára hefur fengist við samband manns og náttúru í verkum sínum síðastliðin 15 ár og þróað einstakan hreyfistíl sem hún nýtir til þess að miðla hugmyndum og tilvísunum.  Verk hennar The Lover hlaut Grímuverðlaunin fyrir dansara og danshöfund ársins eftir Íslandsfrumsýningu á Listahátíð 2018. Verk hennar hafa m.a. verið sýnd á Feneyjatvíæringi sviðslista, Ice-Hot, Tanzmesse, Performatik, Moving futures og Julidans.

Bára Sigfúsdóttir
Tinna Ottesen
Aëla Labbé
Orfee Schuijt
Eivind Lønning
Jan Fedinger
Andrea Kränzlin
Sara Vanderieck
Nele Verreyken
Aistė Zumbakytė

12. júní kl. 19:00 og 21:00
13. júní kl. 17:00, 19:00 og 21:00

3.900 kr
Kaupa miða

kunstencentrum nona (Mechelsen, BE), C-TAKT (Limburg, BE). Workspacebrussels (BE), Rosendal Teater (Trondheim, NO), Black Box teater (Oslo, NO), BIT Teatergarasjen (Bergen, NO), Vlaams Cultuurhuis de Brakke Grond (Amsterdam, NL), DansBrabant (Tilburg, NL), DansiT Trondheim (NO), Vooruit (Ghent, BE), Dansens Hus Stockholm (SE), Bora Bora (Århus, DK). Flemish Government, Menningar- og viðskiptaráðuneytið, The Nordic Culture Fund, Nordic Culture Point, Arts Council Norway, Creative Europe Programme of the European Union, Sendiráð Frakklands á Íslandi, Fond for Utøvende kunstnere, Performing Arts Hub.

Aðgengi

Mjög gott hjólastólaaðgengi í Borgarleikhúsinu.

Tónmöskvi er aðgengilegur í miðasölu.

Auka upplýsingar um aðgengi á viðburðinum eru hér.

Strætóstoppistöðvarnar Borgarleikhúsið og Verzló eru næstar. Stoppistöðvarnar Kringlan og Kringlumýrarbraut eru einnig nálægt.

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ 2
LEIÐ 13
LEIÐ 14
LEIÐ 3
LEIÐ 4
LEIÐ 6
LEIÐ 1
LEIÐ 55
LEIÐ 57