EXPAT

Mykki Blanco (US)
Samuel Acevedo (US)

EXPAT er listafólkið Mykki Blanco og Samuel Acevedo sem búsett er í New York-borg. Í þessari dúndrandi sýningu blandar EXPAT-tvíeykið leikrænni ljóðlist úr heimi svartra hinsegin listamanna saman við gotneska heavy metal-tónlistarhefð Mið- og Suður-Ameríku þannig að úr verður kynngimagnaður seiður. Blanco og Acevedo takast í gjörningi sínum á við blóðbað nýlenduherranna og vilja þannig endurheimta hina tilraunakenndu hávaðahefð svarts og brúns listafólks. Sýningin býður okkur að stíga inn í tómið með hinsegin harðkjarnaeldskírn.

Mykki Blanco er einn mest spennandi rappari samtímans og hefur sent frá sér plötur sem hafa hlotið frábæra dóma, unnið með tónlistarfólki á borð við Blood Orange og Kanye West en einnig vakið athygli fyrir ljóð sín. Samspil þeirra Samuels Acevedo er rafmögnuð og pólitísk upplifun fyrir öll skilningarvit.

Styrktaraðilar:

19. JÚN

Dagsetning

19. júní, kl. 21:00

Staðsetning

Verð

Ókeypis

Listafólk

Mykki Blanco (US), Samuel Acevedo (US)

Aðgengi

Í OPEN er hjólastólaaðgengi að sjálfu sýningarrýminu en ekki að salernisaðstöðu.

Merktu daginn

Tengdir viðburðir