4
JÚN
Sun & Sea
Rugilė Barzdžiukaitė (LT)
Vaiva Grainytė (LT)
Lina Lapelytė (LT)
Emilíana Torrini stígur á svið í Eldborg á Listahátíð í Reykjavík ásamt The Colorist Orchestra en samstarf þessa framúrskarandi tónlistarfólks er hrífandi, litrík og leiftrandi upplifun sem enginn má missa af.
Belgíska hljómsveitin The Colorist Orchestra hefur vakið mikla athygli fyrir frumlega og lifandi nálgun við flutning og útsetningar á tónlist úr ólíkum áttum. Á síðustu árum hefur Emilíana Torrini, ein fjölhæfasta tónlistarkona þjóðarinnar, átt í frjóu samstarfi við hljómsveitina sem hefur glætt lög hennar nýju lífi. Tónlistarfólkið vinnur nú saman að sinni annarri plötu, Racing the Storm, þar sem hljóðheimur þeirra springur út á göldróttan hátt.
19. júní, kl. 20:00
Kr. 4.990 - 14.990
Emilíana Torrini (IS), The Colorist Orchestra (BE)
Aðgengi fyrir hjólastóla er mjög gott í Hörpu en þrjár lyftur fara beint úr bílakjallara upp á 2., 3., 4. og 5. hæð. Sérmerkt svæði ætluð hjólastólum þarf að panta í miðasölu Hörpu. Í Hörpu er hægt að fá afnot af tónmöskvabúnaði. Sæti sem ætluð eru gestum með hjálparhund þarf að panta í miðasölu Hörpu.
STRÆTÓ: 1, 3, 6, 11, 12, 13, 14, 55