Domina Convo

Dom­ina Con­vo

Þær setjast niður - tvær og tvær við sitt hvorn flygilinn - og hefja heillandi samtal. Á slíku stefnumóti getur allt gerst …
Fjórar magnaðar jazzkonur frá fjórum mismunandi löndum, hver þeirra í fremstu röð á sínum heimaslóðum, flytja eigin tónsmíðar og vega salt milli stemmningar, melódíu og hins óvænta. 

Carmen Staaf leikur sér frjálslega með tónlist frá uppruna sínum út í hið óþekkta, á meðan Julia Hülsmann sækir sér aftur á móti innblástur í ljóðlistina og hrífst af mishljómi og nýjum uppgötvunum. Rita Marcotulli var alin upp við ítalska kvikmyndatónlist og mætir til leiks með ríkulega reynslu af því að flytja bandarískan jazz á meðan Sunna Gunnlaugs bætir íhugulli lýrík og norrænni angurværð út í þennan spennandi suðupott.

Sunna Gunnlaugs
Rita Marcotulli
Julia Hülsmann
Carmen Staaf

7. JÚN

Dagsetning

7. júní 2022, kl. 20:00

Staðsetning

Verð

3.500 kr.

Listafólk

Sunna Gunnlaugs, Rita Marcotulli, Julia Hülsmann, Carmen Staaf

Aðgengi

Hjólastólaaðgengi. Tónmöskvi er í Kaldalóni. Hentar sjónskertum. 

Merktu daginn