7
JÚN
Listaspjall: Domina Convo
Carmen Staaf
Julia Hülsmann
Rita Marcotulli
Sunna Gunnlaugsdóttir
Þær setjast niður - tvær og tvær við hvorn flygil - og hefja heillandi samtal. Á slíku stefnumóti getur allt gerst …
Fjórar magnaðar jazzkonur frá jafn mörgum löndum, hver þeirra í fremstu röð á sínum heimaslóðum, flytja eigin tónsmíðar og vega salt milli stemninga, melódískra tóna og þess óvænta.
Carmen Staaf dansar frjálslega á milli uppruna síns í sígildum jazzi og þess óþekkta, á meðan Julia Hülsmann sækir sér innblástur í ljóðlistina og hrífst af mishljómi og nýjum uppgötvunum. Rita Marcotulli var alin upp við ítalska kvikmyndatónlist og mætir til leiks með ríkulega reynslu af því að flytja bandarískan jazz en Sunna Gunnlaugs bætir síðan íhugulli lýrík og norrænni angurværð út í þennan spennandi suðupott.
Styrktaraðilar:
7. júní 2022, kl. 20:00
3.500 kr.
Sunna Gunnlaugs (IS), Rita Marcotulli (IT), Julia Hülsmann (DE), Carmen Staaf (US)
Aðgengi fyrir hjólastóla er mjög gott í Hörpu en þrjár lyftur fara beint úr bílakjallara upp á 2., 3., 4., og 5. hæð. Sérmerkt svæði ætluð hjólastólum þarf að panta í miðasölu Hörpu. Í Hörpu er hægt að fá afnot af tónmöskvabúnaði. Sæti sem ætluð eru gestum með hjálparhund þarf að panta í miðasölu Hörpu.
STRÆTÓ: 1, 3, 6, 11, 12, 13, 14, 55