Skartgripir Dieters Roth

Dieter Roth (CH)

Opnun 5. júní 2022, kl. 15:00.

Dieter Roth (1930-1998) var í senn brautryðjandi sem virti engar takmarkanir, hugsuður, frumkvöðull, skáld, tónlistarmaður, kvikmyndagerðarmaður og listmálari. Færri vita að hann vakti jafnframt athygli fyrir nýsköpun sína í skartgripagerð. Skartgripi Dieters, sem hann hannaði gjarnan úr skrúfum, boltum og öðrum mekanískum hlutum, má setja saman á mismunandi vegu og breyta. Nálgun hans við skartgripagerð var sú sama og einkenndi myndlist hans – að nýta ýmiss konar efni sem almennt væri talið rusl eða úrgangur og umbreyta því. Engir gripanna eru eins enda gerði Roth aldrei skissur að verkum sínum heldur brást við efniviðnum og vann hugmyndir sínar beint í hann hverju sinni.

Fyrstu skartgripirnir sem Dieter hannaði voru unnir í samstarfi við konu hans, Sigríði Björnsdóttur heima á eldhúsborðinu. Seint á sjötta áratug síðustu aldar hófu svo Dieter og svissneski gullsmiðurinn Hans Langenbacher samstarf á vinnustofu þess síðarnefnda í Reykjavík enda hrifust þeir mjög af vinnubrögðum, efnisnotkun og færni hvors annars.

Í Listasafni Íslands gefst nú í fyrsta sinn tækifæri til að bera einstaka skartgripi Dieters augum í heildstæðu samhengi. Sýningin ber tilraunagleði hönnuðarins og óvenjulegum vinnuaðferðum glöggt vitni og varpar nýju ljósi á verk þessa einstaka listamanns.

Sýningarstjóri: Björn Roth
Sýningarnefnd: Harpa Þórsdóttir & Vigdís Rún Jónsdóttir
Samstarfsaðilar: Dieter Roth Foundation Hamburg, Edizioni Galleria Periferia Luzern, Hauser & Wirth Zurich

5. JÚN - 23. OKT

Dagsetning

5. júní - 23. október 2022
Opnunaratími:
Kl. 10:00 - 17:00

Staðsetning

Verð

Kr. 2.000 (Frítt á opnun)

Listafólk

Dieter Roth (CH)

Aðgengi

Að Listasafni Íslands er gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða og ganga lyftur að öllum sýningarsölum, safnbúð og kaffistofu. Hjólastólar, kerrur og léttir stólar eru til láns í móttöku.

Merktu daginn