de rien

Ingibjörg Sigurjónsdóttir (IS)

Opnun 2. júní kl. 17:00.

Sýn Ingibjargar kemur sífellt á óvart; hún afbyggir smáatriði hversdagsleikans og stillir þeim upp í tilvistarlegu samhengi. Sem efnivið nýtir hún meðal annars litarefni, texta, skrifstofupappír, búta, gull, loft og óstjórnleg ferli. Verk hennar eru skúlptúrar sem fanga harm, skilning, sannleika og fegurð á 21. öldinni.

„Þessu lýkur öllu, bara mishratt. Allt eyðist og máist út. Nema það sem skemmist og hverfur snögglega. Mig langar að stöðva tímann, hægja á eyðileggingunni. Ekki glata mér eða þér.

Núllið

á núlli

þetta kemur alls ekki út á núlli. Eyðingin safnast upp. Litlaus hjúpur af hinu og þessu. Upplituð skel af engu. Upplitað núll.

En þetta ekkert, þetta núll, er samt til. Það er áþreifanlegt. Það er hægt að kveikja á því, brenna það niður. Og þá fyrst mögulega er það orðið ekkert. En ég ætla ekki að gera það. Hah! Ég neita að brenna þetta núll. Það fer vel í hendi. Passar í lófann. Svindlar á kerfinu. Það er upplitað öðru megin. Litirnir eru að mást út. Sá skærbleiki orðinn föl ferskjuslikja, blái reyndar ennþá sterkur, týpískt. Ég hef ekki gætt þess nógu vel. Sólin sem ég elska, dýrka og sakna skemmir allt. Og ég held kokhraust á engu. Það var ekkert.“

Í tilefni af sýningunni kemur út fyrsta bók Ingibjargar, Heiglar hlakka til heimsendis,semgefin er út af Tunglinu forlagi

Sýningarstjórar: Melanie Ubaldo og Una Björg Magnúsdóttir

2. JÚN - 24. JÚL

Dagsetning

2. júní - 24. júlí 2022

Opnunartími:
Mið. til sun. kl. 12:00 – 18:00
fim. kl. 12:00 – 21:00

Staðsetning

Verð

Ókeypis

Listafólk

Ingibjörg Sigurjónsdóttir (IS)

Aðgengi

Gott hjólastólaaðgengi er í Marshall húsinu.

STRÆTÓ: 14

Merktu daginn