dAzzleMAZE

Dalija Acin Thelander (SE/RS)

dAzzleMAZE er upplifunarsýning fyrir allra yngstu áhorfendurna og hentar einnig skynsegin börnum. Í sýningunni sem er í senn dansverk og innsetning fögnum við veru okkar í heiminum og göngum inn í rými þar sem við tökum glöð á móti því óþekkta. Hér hvílir tíminn í sjálfum sér og dýpkar. Heillaheimur býður upp á fjölþætta skynjunarupplifun og hvatt er til forvitni, könnunar, slökunar og íhugunar. Í þessu rými er engin rétt eða röng hegðun og áhorfendum býðst að njóta uppákomunnar á eigin forsendum. Gestir mega koma inn í rýmið þegar þeir eru tilbúnir, fara út og koma aftur inn eins og hentar. Til þess að auka á sameiginlega upplifun er gestum boðið að velja sér og klæðast búningum í anddyri sem kallast á við búninga dansaranna.

Sýningar föstudagsins og sunnudagsins eru ætlaðar ungum börnum á aldrinum 3-16 mánaða. Sýningin á laugardeginum er helguð skynsegin börnum upp í 4 ára aldur.

17. JÚN - 19. JÚN

Dagsetning

17. júní, kl. 10-13, 14-17
18. júní, kl. 10-13
19. júní, kl. 10-13, 14-17

Staðsetning

Verð

kr. 2.500, ókeypis fyrir börn

Listafólk

Dalija Acin Thelander (SE/RS)

Aðgengi

Í Tjarnarbíói er gott aðgengi fyrir hjólastóla.

STRÆTÓ: 1, 3, 6, 11, 12, 13, 55

Merktu daginn