Vinnusmiðja: Energetic Icons

Vinnusmiðja í Klúbbi Listahátíðar með austurríska dansaranum Doris Uhlich, danshöfundi Every Body Electric sem er verk á aðaldagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2022. Í smiðjunni verður farið í saumana á rafmögnuðu orkunni sem við búum öll yfir og í gegnum einstaklingsbundnar og samtaka hreyfingar finnum við fyrir hleðslu, hinu innbyggða eldsneyti okkar allra. Allir líkamar velkomnir! Danssmiðjan er opin fólki með og án fötlunar, óháð reynslu af dansi. Skráning nauðsynleg á skraning@artfest.is

Það er alltaf frítt inn og öll kærlega velkomin í Klúbbinn.

18. JÚN

Dagsetning

18. júní 2022, kl. 12:00-13:00

Staðsetning

Verð

Ókeypis

Listafólk

Doris Uhlich

Aðgengi

Í Iðnó er gott aðgengi fyrir hjólastóla.

STRÆTÓ: 1, 3, 6, 11, 12, 13, 55

Merktu daginn