BRYNJUR

Steinunn Þórarinsdóttir (IS)

Opnun 1. júní 2022, kl. 17:00.

Á torginu fyrir framan Hallgrímskirkju birtast þöglar, kyrrstæðar mannverur. Brynjuklæddar og ögrandi standa þær gegnt varnarlausum, kynlausum fígúrum sem þrátt fyrir berskjöldun sína bjóða valdinu byrginn. Hér leika saman andstæður og kraftar af ólíkum toga en þó kvikna einnig hugmyndir um samruna – um mögulegt samtal, tengsl hins gjörólíka.

Rótina að Brynjum, mögnuðu útilistaverki Steinunnar Þórarinsdóttur, má rekja aftur til dvalar listakonunnar í New York-borg fyrir hartnær áratug. Í Metropolitan-listasafninu heillaðist Steinunn af umfangsmikilli brynjueign safnsins og því tákni valds og ofbeldis sem slík herklæði eru. Í kjölfarið hófst samstarf listakonunnar og safnsins en brynjurnar sem sjást nú við Hallgrímskirkju eru byggðar á þremur dýrmætum miðaldabrynjum frá Þýskalandi, Englandi og Ítalíu sem voru þrívíddarskannaðar með mikilli nákvæmni af starfsfólki Metropolitan-safnsins og upp úr þeim unnir skúlptúrar úr áli.

Verkið hefur þegar verið sýnt við góðar undirtektir í New York og Kaupmannahöfn og fær nú loksins að sjást á Íslandi. Steinunni þarf vart að kynna en hinn fígúratívi heimur hennar, sem gjarnan birtist okkur í óvæntu samhengi í borgarlandslagi, hefur hrifið listunnendur víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum, Kanada, Evrópu og Ástralíu.

Upplýsingar um tilurð sýningarinnar má sjá í fordyri kirkjunnar meðan skúlptúrarnir standa á Hallgrímskirkjutorgi.

Heimasíðu Steinunnar Þórarinsdóttur má finna hér.

Samstarfsaðilar:

1. JÚN - 31. OKT

Dagsetning

1. júní - 31. október 2022

Staðsetning

Verð

Ókeypis

Listafólk

Steinunn Þórarinsdóttir (IS)

Aðgengi

Bílastæði fyrir hreyfihamlaða eru við Hallgrímskirkjutorg og torgið er greiðfært notendum hjólastóla.

STRÆTÓ: 1, 5, 6, 11, 12, 13, 14, 15, 55

Merktu daginn