Bótaþegi

Hrafn Hólmfríðarson Jónsson (Krummi) (IS)

Opnun 1. júní 2022, kl. 16:00.

Bótaþegi er áhrifaríkt og persónulegt ljósmyndaverk Hrafns Hólmfríðarsonar Jónssonar (Krumma) sem fjallar um þann veruleika að vera fatlaður og lifa við fátækt í íslensku velferðarkerfi 21. aldarinnar – að líða efnislegan skort í einu best stæða ríki heims. Í verkinu kallast hið persónulega á við hið stóra samfélagslega samhengi og úr verður upplifun sem snertir, vekur til umhugsunar og býður okkur nýja sýn. Hér er dregin upp sterk mynd af samspili markaðar og velferðarkerfis í þjóðfélagi þar sem skilaboðin eru skýr: Hamingjan er fólgin í vaxandi kaupmætti. Hver er þá staða þess sem ekki getur tekið þátt í neyslukapphlaupinu?

Krummi sem er fæddur í Reykjavík árið 1990 útskrifaðist úr Ljósmyndaskólanum snemma árs 2021 og hefur á skömmum tíma vakið athygli fyrir sterkar stemningar og næmt vald á ljósmyndamiðlinum. Hann hefur sýnt í Gallerí Porti, Ásmundarsal, Ljósmyndasafni Reykjavíkur og á Copenhagen Photo Festival.

Ljósmyndir Krumma verða sýndar í Pósthússtræti við Austurvöll þar sem gestir og gangandi geta notið þeirra fram eftir sumri.

Sýningin er í samstarfi við Reykjavíkurborg.

1. JÚN - 31. JÚL

Dagsetning

1. júní - 31. júlí 2022

Staðsetning

Verð

Ókeypis

Listafólk

Hrafn Hólmfríðarson Jónsson (Krummi) (IS)

Aðgengi

Ljósmyndasýningin er staðsett í Pósthússtræti við Austurvöll og aðgengi að verkunum gott.

STRÆTÓ: 1, 3, 6, 11, 12, 13, 14, 55

Merktu daginn