Barbara Hannigan

Barbara Hannigan

Barbara Hannigan (CA)
Sinfóníuhljómsveit Íslands (IS)

Kanadíska sópransöngkonan Barbara Hannigan hefur vakið gríðarlega aðdáun um allan heim fyrir stórfenglegan söng og hljómsveitarstjórnun en fá leika það eftir að stjórna heilli sinfóníuhljómsveit og syngja með um leið. Hún hefur starfað með öllum helstu hljómsveitum heims og frumflutt yfir 85 ný tónverk, meðal annars eftir György Ligeti og Hans Abrahamsen. Þá hefur hún sungið í helstu óperuhúsum heims og má þar nefna hið krefjandi titilhlutverk í Lulu eftir Alban Berg.

Barbara Hannigan hefur hlotið ótal verðlaun fyrir list sína, þar á meðal Grammy-verðlaun fyrir plötuna Crazy Girl Crazy árið 2018 og hin virtu Léonie Sonning-verðlaun árið 2020. Þegar Rolf Schock-verðlaunin féllu henni í skaut rökstuddi dómnefndin ákvörðun sína með þeim orðum að Hannigan væri „einstakur og framsækinn flytjandi sem nálgast tónlistina sem hún flytur með öflugum og lifandi hætti“.

Hannigan kemur nú í fyrsta sinn til Íslands og er víst að tónleikar þessarar frábæru tónlistarkonu verða stórviðburður í tónlistarlífinu.

Á fjölbreyttri efnisskrá tónleikanna eru Unanswered Question eftir Ives, Verklärte Nacht eftir Schönberg, Lulu Suite eftir Berg og Girl Crazy Suite eftir Gershwin í útsetningu Bills Elliott.

Efnisskrá tónleikanna: 

Ives - Unanswered Question
Schönberg - Verklärte Nacht

Berg - Lulu Suite 
Gershwin - Girl Crazy Suite (útsett af Bill Elliott)

3. JÚN - 4. JÚN

Dagsetning

3. júní 2022, kl. 19:30
4. júní 2022, kl. 17:00

Staðsetning

Verð

Kr. 3.900 - 9.500

Listafólk

Barbara Hannigan (CA), Sinfóníuhljómsveit Íslands (IS)

Aðgengi

Aðgengi fyrir hjólastóla er mjög gott í Hörpu en þrjár lyftur fara beint úr bílakjallara upp á 2., 3., 4. og 5. hæð. Sérmerkt svæði ætluð hjólastólum þarf að panta í miðasölu Hörpu. Í Hörpu er hægt að fá afnot af tónmöskvabúnaði. Sæti sem ætluð eru gestum með hjálparhund þarf að panta í miðasölu Hörpu.

STRÆTÓ: 1, 3, 6, 11, 12, 13, 14, 55

Merktu daginn