13
JÚN
Listaspjall: Inga Huld & Katrín
Inga Huld Hákonardóttir
Katrín Gunnarsdóttir
Opnun 11. júní kl. 14:00.
ALDA er áhrifarík innsetning á mörkum dans og myndlistar, flutt af hópi kvendansara, þar sem danshöfundurinn Katrín Gunnarsdóttir sækir í sögu líkamlegrar vinnu kvenna og skoðar sérstaklega endurteknar hreyfingar og söngva, með það að markmiði að skapa aðstæður fyrir nána kvenlæga samveru, samhug og samruna.
Síðustu ár hefur Katrín unnið að því að byggja upp hreyfitungumál og myndmál þar sem mýkt, viðkvæmni, síbreytileg hreyfing og samruni líkama við umhverfi sitt leika lykilhlutverk. Í verkinu birtist margra ára farsælt listrænt samstarf Evu Signýjar Berger hönnuðar og Katrínar okkur á nýjum vettvangi þar sem listform fléttast saman og úr verður taktföst alda upplifana. Titill verksins endurspeglar ölduna sem hreyfiform en vísar einnig í tímann og söguna, hið gamla og nýja.
Gestir geta staldrað við og notið sýningarinnar eins lengi og þeir vilja. Dansararnir verða í rýminu til 26. júní og aftur síðustu sýningarvikurnar. Verkið stendur sem innsetning allt til 4. september.
Listrænir stjórnendur: Katrín Gunnarsdóttir, Eva Signý Berger, Baldvin Þór Magnússon.
Dansarar: Aðalheiður Halldórsdóttir, Anaïs Barthe, Halla Þórðardóttir, Heba Eir Kjeld, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Snædís Lilja Ingadóttir, Sólbjört Sigurðardóttir, Védís Kjartansdóttir.
Samstarfsaðilar: Gerðarsafn, Multiplie Dance Festival & DansiT, (Throndheim), Finlayson Art Area (Tampere).
Styrktaraðilar:
11. júní - 4. september 2022
Opnunartími
kl. 10:00 - 17:00
Kr. 1.000 (Frítt á opnun)
Katrín Gunnarsdóttir (IS), Eva Signý Berger (IS), Baldvin Þór Magnússon (IS)
Að Gerðarsafni er gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Best er að nota aðalinngang, að ofanverðu. Lyfta er á staðnum.
STRÆTÓ: 1, 2, 4, 28, 35, 36