Geimleikar: Hekla og DJ Flugvél og Geimskip

Verið velkomin í ferðalag um óravíddir alheimsins!

Raftónlistarkonan Steinunn Harðardóttir (DJ Flugvél og Geimskip) hefur spilað um allan heim og borið út boðskap geimsins og skáldað - eða ekki - frásagnir af ferðum sínum um himingeima þar sem hún hefur fangað hljóð og sögur frá furðuverum. 

Hekla Magnúsdóttir er frumkvöðull á sviði þeremín-leiks á Íslandi og þenur út mörk hljóðbylgjunnar á nýstárlegan hátt en þeremínið er gjarnan nefnt „hljóðfæri geimsins”.

Það er alltaf frítt inn og öll kærlega velkomin í Klúbbinn.

16. JÚN

Dagsetning

16. júní 2022, kl. 21:00-23:00

Staðsetning

Verð

Ókeypis

Listafólk

Hekla Magnúsdóttir, DJ Flugvél og Geimskip

Aðgengi

Í Iðnó er gott aðgengi fyrir hjólastóla.

STRÆTÓ: 1, 3, 6, 11, 12, 13, 55

Merktu daginn