Til baka
Til baka
#reykjavikartsfestival2018 #listahatid2018
Dans Myndlist

The Lover

Bára Sigfúsdóttir (ISL)

7
jún.
8
jún.
Kl. 20:00
Tjarnarbíó
Sjá kort

Aðgengi í Tjarnarbíó er mjög gott.

The Lover er sjónrænt dansverk, hugleiðing um samband manns og náttúru. 

The Lover er sjónrænt dansverk, hugleiðing um samband manns og náttúru. Fjallað er um tengslin milli tilvistar, híbýla og aðstæðna mannverunnar í eilífðar samhengi. Hvernig maðurinn og jörðin bæði skapa og eyða. Hvernig manneskjan býr í náttúrunni og hvernig náttúran býr í mannskepnunni.

Líkami Báru og umhverfi hans eru í stöðugri þróun og umbreytingu á meðan á sýningunni stendur. Í verkinu er áhorfendum boðið í rými til íhugunar; hvað er mennskt, hvað er dýrslegt, hvað er náttúrulegt, hvað er af mannavöldum, hvað er lífrænt...

Bára hefur í gegnum árin þróað einstakan hreyfistíl sem hún nýtir til þess að miðla hugmyndum og tilvísunum í gegnum dansformið. Með ólíkum nálgunum á viðfangsefnum sínum leitast hún við að mynda hugrenningartengsl á milli spurninga samtímans við eilífðina. Verk hennar eiga það sameiginlegt að endurspegla spurningar um tilvist mannsins og samfélagsins sem við búum í.

Verkið var upphaflega frumsýnt á tvíæringnum PERFORMATIK í Beursschouwburg Brussel árið 2015 og hefur síðan þá farið víða.

 

Dansari og danshöfundur: Bára Sigfúsdóttir

Ljósmyndari: Noémie Goudal
Sviðsmynd: Noémie Goudal í samstarfi við 88888
Arkitekt: Jeroen Verrecht
Tónlist og hljóð: Borko
Lýsing og tækni: Kris Van Oudenhove
Dramatúrg: Sara Vanderieck

 

Aðgengi í Tjarnarbíó er mjög gott.