Til baka
Til baka
#reykjavikartsfestival2018 #listahatid2018
Ókeypis Fjölskylduvænt Þátttökuverk

R1918

Reykvíkingar (ISL)

1
jan.
-
10
jún.
Kl. 13:00-18:00
Reykjavik
Sjá kort

Viðburðurinn fer fram á ýmsum stöðum utandyra í miðborginni og er aðgengilegur öllum.

Líkt og leiftur úr fortíð birtast okkur Reykvíkingar ársins 1918 og horfa beint í augun á okkur.

Tíminn fellur saman á Listahátíð í Reykjavík 2018 í fjölmennasta viðburði hátíðarinnar í ár. Reykvíkingar ársins 1918 birtast ljóslifandi víðsvegar um borgina og horfa beint í augun á okkur, hundrað árum síðar.

R1918 er stórt þátttökuverkefni sem hófst með örstuttum daglegum útvarpsþáttum á Rás1 frá áramótum (öll innslögin má nálgast hér neðar á síðunni). Verkefnið nær hámarki sunnudaginn 10. júní með risastórum gjörningi sem fram fer í miðborg Reykjavíkur með aðkomu hátt í 200 almennra borgara.

 

Listrænt teymi borgargjörnings: 
Ágústa Skúladóttir, Þórunn María Jónsdóttir og almennir borgarar.

Gerð R1918 útvarpsinnslaga: 
Starfsfólk Landsbókasafns - háskólabókasafns, Bjarni Jónsson, Úlfur Eldjárn, Þorgerður E. Sigurðardóttir & RÚV.

Þakkir: 
Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Búningadeild RÚV, Íslenska óperan, Borgarsögusafn & Þjóðdansafélag Reykjavíkur.

 

R1918 er unnið í samstarfi við RÚV, Landsbókasafn - háskólabókasafn og fleiri aðila.

Verkefnið er hluti af dagskrá aldarafmælis fullveldis Íslands.
 

Viðburðurinn fer fram á ýmsum stöðum utandyra í miðborginni og er aðgengilegur öllum.

Útvarpsþættir