Til baka
Til baka
#reykjavikartsfestival2018 #listahatid2018
Myndlist Höggmyndalist Fjölskylduvænt Ókeypis Úti

Hjólið - Fallvelti heimsins

Myndhöggvarafélagið í Reykjavík (ISL)

3
jún.
-
18
ágú.
Meðfram hjóla- og göngustígum
Sjá kort

Sýningin er meðfram hjólastígum og er því fullkomlega aðgengileg fyrir hjólastóla. 

Hjólið - Fallvelti heimsins er fyrsti hluti af fimm sýninga röð sem Myndhöggvarafélagið í Reykjavík ætlar að standa árlega fyrir í aðdraganda fimmtíu ára afmælis félagsins árið 2022. 

Sýning á nýjum útilistaverkum í opinberu rými Reykjavíkur sem þræðir sig eftir hjóla- og göngustígum borgarinnar. Ferðalag um almenningsrýmið verður að óvæntri reynslu og ríkulegri upplifun sem mun koma gangandi, skokkandi og hjólandi vegfarendum á óvart og inn á aðrar skynjunarbrautir. Hjólið - Fallvelti heimsins er fyrsti hluti af fimm sýninga röð sem Myndhöggvarafélagið í Reykjavík ætlar að standa árlega fyrir í aðdraganda fimmtíu ára afmælis félagsins árið 2022. Í þessum fyrsta áfanga er skoðað hvernig myndlist getur birt og tekist á við samtíma sem er undirorpinn stöðugum breytingum. Leiðin að þessu sinni liggur um rótgróna íbúðabyggð og minni atvinnusvæði innan hrings sem myndaður er af fjölförnum og auðkenndum götum í borginni.

Sýningarstjóri: Heiðar Kári Rannversson
Listamenn: Dagný Guðmundsdóttir, Eva Ísleifs, Guðrún Nielsen, Peterkristinn (Kristinn Guðmundsson & Peter Sattler), Margrét Helga Sesseljudóttir, Páll Haukur Björnsson, Steingrímur Eyfjörð & Unnar Örn, Steinunn Önnudóttir, Søren Engsted, Þór Sigurþórsson

Opnun: 3. júní kl. 12:00 við Háaleitisbraut 58-60 

 

Staðsetning: Við hjóla- og göngustíga á svæði sem markast af Kringlumýrarbraut til vesturs, Suðurlandsbraut til norðurs, Réttarholtsvegi til austurs og Bústaðavegi til suðurs
Kort verður fáanlegt í Klúbbi Listahátíðar

Sýningin er meðfram hjólastígum og er því fullkomlega aðgengileg fyrir hjólastóla.