Til baka
Til baka
#reykjavikartsfestival2018 #listahatid2018
Ljósmyndir Úti Ókeypis

DEMONCRAZY

Borghildur Indriðadóttir (ISL)

1
jún.
-
15
jún.
Austurvöllur
Sjá kort

Berbrjósta ungar konur ögra þeirri jakkafataklæddu, miðaldra og karlkyns ímynd valdsins sem þær hafa alist upp við. 

Berbrjósta ungar konur standa ákveðnar og sterkar við málverk, ljósmyndir og styttur af karlmönnum í opinberum rýmum. Þær horfa beint í myndavélina og ögra þeirri jakkafataklæddu, miðaldra og karlkyns ímynd valdsins sem þær hafa alist upp við. Þær eru komnar til að vera. DEMONCRAZY er röð ljósmynda í yfirstærð sem sýndar eru á Austurvelli.

Borghildur býr og starfar í Reykjavík. Hún lauk mastersnámi í arkitektúr frá Universität der Künste í Berlín. Árin 2015 og 2016 vann hún í Stúdíói Ólafs Elíassonar í Berlín. Ennfremur hefur hún unnið við framleiðslu og uppsetningu á verkinu MEAT í Schaubühne og sem leikari og hönnuður í verkinu Club Inferno hjá Volksbühne Berlín. Sem stendur starfar hún með Vilhjálmi Hjálmarssyni arkitekt FAÍ og fæst einnig við sýningarstjórn og listsköpun.

Listamaður: Borghildur Indriðadóttir
Ljósmyndari: Markús Andersen
Fyrirsætur: Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, Glódís Guðgeirsdóttir, Nanna Hermannsdóttir, Stella Briem Friðriksdóttir

Verkefnið er styrkt af Myndlistarsjóði

www.demoncrazy.is 

 

Opnun sýningar fer fram 3. júní kl. 18:00. Opnunin hefst á Austurvelli en endar svo í Klúbbi Listahátíðar.