Til baka
Til baka
#reykjavikartsfestival2018 #listahatid2018
30
mars

Greinilega fundust bæði höfuðin

  1. mars 1918. S.Þ. 33 ára. Ógift. Sjötta fæðing.

Heilsan bæði góð um meðgöngutímann. Greinilega fundust bæði höfuðin og heyrðust hjartahljóðin, þó ekki jafn tíð beggja megin.

Sóttin varð bráðum góð. Kl. 7,40 f[yrir].m[iðnætti]. fæddist lifandi piltur í II. framh.stöðu. Þyngd 4 ½ [pund], lengd 49 [sentimetrar].

Sóttin tók aftur til, og kl. 8,14 f.m. fæddist lifandi stúlka í II. hnéstöðu. Þyngd 6 [pund], lengd 50 [sentimetrar].

Fylgjurnar komu sjálfkrafa; voru 2 samanhangandi á fjórföldum himnum (2 egg) Góðir samdrættir komu, ekkert blæddi

Konunni heilsaðist ágætlega. Fæðing stóð yfir: 5-2 tím. 40 mín. 32. mín.

Þórunn Ástríður Björnsdóttir (1859-1935), 59 ára ljósmóðir, yfirsetukona í Reykjavík. Þórunn tók alls á móti 4759 börnum. Fyrst 2. janúar 1883 og síðast 11. september 1935.

Lesandi Anna Bjarnadóttir, 55 ára, umsjónarmaður Félagsstarfsins í Árskógum

Útvarpsþættir