Lista­há­tíð í Reykja­vík 2022 - auð­les­inn texti

TAYLOR MAC

Taylor Mac er lista-manneskja frá Banda-ríkjunum. Taylor notar drag, tónlist og húmor í sýningu sinni. Sýningin er eins og partý með frábærri tónlist. Á sviðinu verður líka mögnuð hljómsveit.

Taylor Mac hefur sýnt víða um heim og hlotið ýmsar viður-kenningar.

HEIMFERÐ

Heimferð er leik-sýning sem sýnd er í húsbíl. Lista-fólkið notar hreyfi-myndir, tónlist, leiklist og brúðulist. Áhorfendur fá að gægjast inn í litla heima.

Brúðu-leikhópurinn Handbendi gerir sýninguna. Leik-hópurinn kemur frá Hvammstanga. Handbendi hefur hlotið ýmis verðlaun.

Sýningin mun ferðast um landið. Sýningin verður sýnd á þessum stöðum:
Hvammstangi
Akureyri
Búðardalur
Stykkishólmur
Grundarfjörður
Rif
Akranes
Borgarnes
Iðnó
Gerðuberg
Elliðaárdalur

BÓTAÞEGI

Bóta-þegi er ljósmynda-sýning. Ljós-myndarinn Krummi fjallar um það að vera fatlaður. Myndir hans fjalla um fátækt í einu ríkasta landi heims. Sýningin er áhrifarík.

Krummi er fæddur 1990. Hann er menntaður ljós-myndari. Hann hefur sýnt myndirnar sínar á Íslandi og í Danmörku.

Ljós-myndir Krumma verða sýndar við Austurvöll. Það kostar ekkert að skoða myndirnar og hægt að skoða þær hvenær sem er.

BRYNJUR

Brynjur er sýning á högg-myndum eftir Steinunni Þórarinsdóttur. Sýningin er fyrir framan Hallgríms-kirkju.

Þöglar mann-verur standa fyrir framan kirkjuna. Ógnvekjandi brynjur standa á móti varnar-lausum verum.

Brynjurnar eru byggðar á miðalda-brynjum frá Þýskalandi, Englandi og Ítalíu.

Steinunn er einn virtasti myndhöggvari landsins.

Það kostar ekkert að skoða brynjurnar. Það er hægt að skoða þær hvenær sem er.

FRAMHALD Í NÆSTA BRÉFI

Framhald í næsta bréfi er bréfa-leikhús. Sjö umslög koma heim til þátttakenda. Í umslögunum eru til dæmis gömul bréf, kort og ljós-myndir. Með umslögunum fylgir hljóðverk til að hlusta á. Það er hlustað á hljóðverkið á netinu. Þannig verður til spennandi saga sem spannar heila öld.

Verkið er óvenjulegt ferðalag fyrir forvitna.

DE RIEN

De rien er myndlistar-sýning. Lista-konan Ingibjörg Sigurjónsdóttir sýnir verk sín. Verk Ingibjargar koma gjarnan á óvart. Hún notar til dæmis duft, texta, pappír og gull.

Sýningin er í Kling & Bang. Kling & Bang er í Marshall-húsinu. Marshall-húsið er staðsett við Grandagarð.

Það kostar ekkert að koma á sýninguna. Sýningin er opin miðviku-daga til sunnu-daga. Það er hægt að koma á sýninguna á milli klukkan tólf og sex þessa daga.

WAGNER Í NÁVÍGI

Kammer-sveit Reykjavíkur leikur tónlist eftir Richard Wagner. Sveitin leikur tónverk sem kallast Siegfried Idyll, Wesen-donck-ljóðin og Ástar-dauði Ís-oldar.

Hanna Dóra Sturludóttir söngkona kemur fram með kammer-sveitinni. Fiðlu-leikarinn Martina Trumpp leiðir hljóm-sveitina.

SVARTHVÍTT

Svarthvítt er ljós-myndasýning á Lista-safninu á Akureyri. Fimm lista-menn sýna svart-hvítar myndir. Myndirnar fjalla um daglegt líf, menningu, andstæður og ógnir.

Sýnt er í fimm sölum í safninu.

Lista-fólkið sem sýnir er:
Agnieszka Sonowska
Christopher Taylor
Katrín Elvarsdóttir
Páll Stefánsson
Spessi

ACT RED: RAUÐGLÓANDI GÖTULEIKHÚS

ActRed er götu-leikhús. Undra-verur og trommu-leikarar skálma um götur. Fánar svífa yfir. Loftið fyllist spennu og fegurð.

Öllum er velkomið að horfa á götu-leikhúsið. Það kostar ekkert að horfa á.

Í Reykjavík er gengið af stað frá Austur-velli.

Í Reykjanesbæ er gengið af stað frá Hafnargötu 88.

Í Garðabæ er gengið af stað frá Garðatorgi.

BARBARA HANNIGAN OG SINFÓ

Barbara Hannigan kemur frá Kanada. Hún er ein þekktasta sópran-söngkona heims. Hún er einnig hljóm-sveitar-stjóri. Hún mun stjórna og syngja með Sinfóníu-hljómsveit Íslands. Flutt verður fjölbreytt tónlist.

Þetta er fyrsta heimsókn söng-konunnar til Íslands.

Á dagskrá eru verk eftir:
Charles Ives
Arnold Schönberg
George Gershwin
Alban Berg

SUN & SEA

Sun & Sea er gjörningur og óperu-verk. Verkið er sýnt í Hafnar-húsinu. Þar hefur verið búin til svört bað-strönd úr íslenskum sandi. Í sandinum liggur fólk. Sólin skín. Söngvarar syngja.

Verkið fékk helstu verð-launin á lista-hátíðinni Feneyja-tvíæringnum. Verkið fjallar um umhverfið og jörðina okkar.

Þú getur komið hvenær sem er meðan sýningin er opin. Það kostar ekkert að sjá sýninguna. Verkið hentar fólki á öllum aldri.

HRAFNTINNA

Hrafntinna er ópera. Í verkinu fléttast mörg list-form saman. Lista-fólkið notar tónlist, dans, leikhús og mynd-list. Söngvarar og hljóð-færa-leikarar koma fram í verkinu.

Óperan var samin af lista-fólki frá Íslandi og Noregi.

Þú getur hreyft þig um á sýningunni. Þannig fer ímyndunar-aflið með þig í ferða-lag.

SKARTGRIPIR DIETERS ROTH

Dieter Roth var frum-kvöðull og fjöl-hæfur lista-maður. Hann hannaði einnig skart-gripi. Skart-gripina bjó Dieter oft til úr skrúfum og boltum. Hann vildi nýta efni sem aðrir litu á sem rusl. Engir tveir skartgripir eftir Dieter eru eins.

Nú er í fyrsta sinn hægt að sjá þessa skart-gripi á stórri sýningu.

Skart-gripirnir eru sýndir í Lista-safni Íslands. Safnið er opið frá klukkan tíu til fimm alla daga.

GUÐSPJALL MARÍU

Guðspjall Maríu er nýtt tónverk eftir Huga Guðmundsson. Hugi Guðmundsson er eitt fremsta tónskáld Íslands. 

Tón-verkið byggist á fornu guð-spjalli.

Á tón-leikunum koma fram kammer-kór, söng-kona og hljómsveit.

Tón-leikarnir fara fram í Hallgríms-kirkju.

Á tón-leikunum koma fram:
Schola Cantorum
Oslo Sinfonietta
Berit Norbakken

DOMINA CONVO

Fjórar tónlistar-konur frá fjórum löndum halda saman heillandi tón-leika. Þær eru allar píanó-leikarar í fremstu röð. Þær leika jazz-tónlist. Þegar þær koma saman verður til spennandi suðu-pottur.

Carmen Staaf kemur frá Banda-ríkjunum. Julia Hülsmann er þýskur píanó-leikari. Rita Marcotulli kemur frá Ítalíu. Sunna Gunnlaugs er íslensk tónlistar-kona.

LOVERBOY, ZAINAB & SAMMI

Loverboy og Zainab eru tónlistar-fólk frá Sierra Leone. Þau leika með stór-sveit Samma í Gamla bíói. Tón-leikarnir verða líf-legir og kraft-miklir.

Loverboy syngur og leikur á heima-smíðaðan gítar og trommu-kassa. Zainab er söng-kona. Þau eru lands-þekkt í Sierra Leone. Sammi býður þau velkomin með sinni frábæru stór-sveit.

SPOR OG ÞRÆÐIR

Á þessari sýningu sjást verk lista-fólks sem saumar út. Allt lista-fólkið notar nál og þráð í list sinni. Verkin fjalla bæði um hvers-daginn og um samfélagsleg mál. Sýningin er lifandi og fjölbreytt.

Sýningin er á Kjarvals-stöðum. Kjarvals-staðir eru opnir frá klukkan tíu til fimm alla daga.

Lista-fólk sýningarinnar er:
Agnes Ársælsdóttir
Anna Líndal
Anna Andrea Winther
Eirún Sigurðardóttir
Erla Þórarinsdóttir
G.Erla – Guðrún Erla Geirsdóttir
Guðný Rósa Ingimarsdóttir
Guðrún Bergsdóttir
James Merry
Kristinn G. Harðarson
Kristín Gunnlaugsdóttir
Loji Höskuldsson
Petra Hjartardóttir
Rósa Sigrún Jónsdóttir

HJÓLIÐ V

Hjólið er úti-lista-sýning. Verk eftir 8 lista-menn birtast í nokkrum hverfum í Reykjavík. Verkin má sjá í hverfum 101, 102 og 107.

Verkin eru fjölbreytt. Þau varpa nýju ljósi á borgina.

Þú getur skoðað lista-verkin hvenær sem þú vilt. Það kostar ekkert að skoða lista-verkin.

Lista-fólkið sem á verk á sýningunni er:
Emma Heiðarsdóttir
Finnur Arnar Arnarson
Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar
Ragnheiður Gestsdóttir
Sean Patrick O’Brien
Steinunn Gunnlaugsdóttir
Ulrika Sparre
Wiola Ujazdowska

GURU DUDU

Guru Dudu fer með þátt-takendur í diskó-göngu. Diskó-gangan er hljóð-laus. Þátt-takendur nota heyrnar-tól til að heyra tón-listina.

Hressandi tón-list og skemmtileg dans-spor gleðja alla.

Guru Dudu dansar með þátt-takendum um bæinn. Hann segir frá umhverfinu á sinn einstaka hátt.

Það er hægt að taka þátt í hjólastól. En það er brekka á leiðinni.

Guru Dudu talar ensku, leiðbeiningar eru einfaldar og það er auðvelt að fylgja hópnum.

ALDA

ALDA er dans-sýning og mynd-listar-sýning. Hópur kven-dansara kemur fram í sýningunni.

Dans-höfundurinn Katrín Gunnarsdóttir og hönnuðurinn Eva Signý Berger skapa sýninguna saman. Þær flétta saman dansi og myndlist.

ALDA er sýnd í Gerðar-safni. Safnið er opið alla daga frá klukkan tíu til fimm.

Þú getur fylgst með sýningunni eins lengi og þú vilt.

VIÐ GETUM TALAÐ SAMAN

Þessi sýning er búin til af list-hópnum Platform GÁTT. Í hópnum er ungt lista-fólk frá Norður-löndunum. Á sýningunni verður alls kyns myndlist.

Lista-fólkið skoðar það sem sameinar okkur. Þau skoða einnig það sem er ólíkt með okkur.

Sýningin er í Gerðar-safni. Safnið er opið alla daga frá klukkan tíu til fimm.

THE LAST MUSEUM

The Last Museum er mynd-listar-sýning á netinu og í Ný-lista-safninu.

Þú getur skoðað sýninguna á vef-síðunni www.nylo.is hvenær sem þú vilt. Þú getur líka komið í Ný-lista-safnið og séð sýninguna. Ný-lista-safnið er opið frá miðviku-degi til sunnu-dags.

Sýningin er blanda af kvik-mynda-list og högg-mynda-list. Listafólk frá 8 löndum sýnir verk sín.

Lista-fólkið sem sýnir verk sín kemur frá ólíkum löndum. Lista-fólkið heitir:
Egill Sæbjörnsson
Nora Al-Badri
Nicole Foreshew
Juliana Cerqueira Leite
Jakrawal Nilthamrong
Zohra Opoku
Charles Stankievech
Petros Moris

A SIMPLE SPACE

A Simple Space er sirkus-sýning. Fimleika-fólk gerir ótrúlegar kúnstir. Í sýningunni er leikið á slag-verk. Sýningin er spennandi og vekur sanna gleði.

Lista-fólkið kemur frá Ástralíu. Þau hafa farið með sýninguna um allan heim. 

Sýningin er fyrir alla aldurs-hópa.

AGAIN THE SUNSET

Again the Sunset er gjörningur með tónlist. Á sviðinu sjáum við tvær mann-verur. Þær vinna, dansa og syngja.

Inga Huld Hákonardóttir er dans-höfundur sýningarinnar. Yann Leguay gerir tónlist og hljóð. Inga og Yann hafa bæði gert sýningar í ýmsum löndum.

Sýningin fer fram á fjórum stöðum á landinu. Hún er sýnd á þessum stöðum:
Tankurinn á Djúpavogi
Herðubreið á Seyðisfirði
Svavarssafn á Höfn
Tjarnarbíó

Sýningarnar á Djúpa-vogi, Seyðis-firði og Höfn eru tónleika-útgáfa. Þá er sýningin styttri. Sýningin í Tjarnar-bíói er í fullri lengd.

PERSIAN PATH

Á þessum tón-leikum er leikin tónlist frá Íslandi og Íran. Ásgeir Ásgeirsson og Sigríður Thorlacius koma fram með tónlistar-fólki frá Íran. Þau flytja þjóð-lög frá báðum löndum.

Austræn tónlist og íslensk tónlist blandast saman á seiðandi hátt.

Tón-leikarnir fara fram í Gamla bíói.

dAzzleMAZE

dAzzleMAZE er sýning fyrir ung-börn. Sýningin hentar einnig fötluðum börnum undir þriggja ára aldri. Í sýningunni er blandað saman dansi og mynd-list.

Dalija Acin Thelander býr sýninguna til. Hún er lista-kona frá Serbíu og Svíþjóð. Hún hefur búið til margar sýningar fyrir lítil börn.

Sýningin fer fram í Tjarnar-bíói.

EXPAT

EXPAT er lista-fólkið Mykki Blanco og Samuel Acevedo. Þau búa í New York. Mykki Blanco er þekktur rappari. Samuel Acevedo er tón-listar-maður.

EXPAT er blanda af ljóð-list og tón-list. Samspil Mykki og Samuels er rafmagnað og pólitískt.

Sýningin fer fram í Open. Open er gallerí á Grandagarði 27. Það kostar ekkert að sjá sýninguna.

UNDRASKÓGURINN

Við Elliða-ár-stöð verður hátíð fyrir alla aldurs-hópa. Á hátíðinni birtast dansandi furðu-verur og sirkus-fólk. Þar verða líka matar-vagnar. Alls konar skemmtileg atriði verða í skóginum.

Öll eru velkomin. Það kostar ekkert að koma í Undra-skóginn. Þú getur komið hvenær sem er á milli klukkan eitt og fjögur.

Það er hægt að koma á hjóla-stól á svæðið.

EVERY BODY ELECTRIC

Every Body Electric er kraftmikil dans-sýning þar sem sex dansarar koma fram. Allir dansararnir eru fatlaðir. Allir líkamar eiga sér einstaka orku. Í sýningunni birtist þessi mikla orka.

Höfundurinn Doris Uhlich kemur frá Austur-ríki. Doris finnst mikil-vægt að semja verk fyrir alls konar lista-fólk.

Sýningin fer fram í Hörpu.

Eftir sýninguna verður spjall með lista-fólkinu. Þau munu tala um sýninguna og vinnu sína.

ENIGMA

Enigma eru tón-leikar með mynd-bands-list. Tón-leikarnir eru haldnir í stjörnuveri Perlunnar.

Anna Þorvalds-dóttir samdi tón-verkið. Hún er eitt fremsta tón-skáld Íslands. Anna hefur hlotið ótal verðlaun.

Sigurður Guðjónsson bjó til mynd-bands-verkið. Hann er þekktur fyrir mynd-bands-list. Sigurður var valinn mynd-listar-maður ársins á Íslandi 2018.

Spektral Quartet leika tón-verkið. Þau eru heims-þekktur strengja-kvartett frá Banda-ríkjunum.

EMILÍANA TORRINI OG THE COLORIST ORCHESTRA

Emilíana Torrini heldur tón-leika í Eld-borg. The Colorist Orchestra spila með Emilíönu. Það er hljómsveit frá Belgíu.

Emilíana og hljómsveitin spila frumlegar útgáfur af tónlist Emilíönu. Þau hafa starfað mikið saman á síðustu árum. Í sumar kemur ný plata frá þeim.