Til baka
Til baka
#reykjavikartsfestival2018 #listahatid2018
28
maí

Listahátíð fyrir fjölskylduna

Í ár er sérstök áhersla lögð á vandaða fjölskylduviðburði á Listahátið.  Sprenghlægilegar kindur frá Kanada, risaeðlur frá Hollandi, dansandi ofurhetjurnar Óður og Flexa og tónlistarleikhús er bara hluti þess sem fjölskyldan getur notið saman á hátíðinni og skapað saman ógleymanlegar minningar. 

Transhumance - Kindurnar

Kanadíski danshópurinn Corpus lagðist í ítarlega rannsóknarvinnu á hegðun sauðfés og sköpuðu í kjölfarið þessa sprenghlægilegu sýningu sem hefur farið sigurför um heiminn.  Aðgangseyrir er aðeins 1500 krónur og því kjörið að skella sér með stórfjölskyldunni. 

Hjálmurinn

Tónlistarhópurinn Ensemble Adapter ásamt leikaranum Guðmundi Felixsyni flytja verk sem er allt í senn, tónleikar, sögustund og útvarpsleikhús. 

The Great Gathering

Stór hópur af fullorðnum og börnum dansa saman á Eiðistorgi í þessari fallegu sýningu. Aðgangur ókeypis. 

Óður og Flexa: Rafmagnað ævintýri

Óður og Flexa slógu í gegn með Íslenska dansflokknum fyrir tveimur árum og snúa nú aftur með glænýja sýningu. 

R1918

Risavaxin uppákoma í miðbænum með aðkomu hátt í 200 almennra borgara á öllum aldri. 

Hjólið

Sýning á útilistaverkum sem þræðir sig meðfram hjóla- og göngustígum borgarinnar. 

Saurus

Risavaxnar skepnur frá forsögulegum tíma munu birtast á götum miðborgarinnar við upphaf Listahátíðar 2. júní. Ekkert að óttast samt því þær eru grænmetisætur! 

Daniel Lismore

"Be yourself, everyone else is already taken" er sýning á búningum Daniels Lismore. Hann er þekktur fyrir íburðarmikinn og yfirgengilegan klæðnað sem sameinar á stórkostlegan máta hátísku og hans eigin hönnun.

 

Miðasala fer fram hér!