Til baka
Til baka
#reykjavikartsfestival2018 #listahatid2018
7
maí

Fjöldi sviðslistaviðburða á Listahátíð í ár

Spennandi ný leikverk, götuleikhús, framsækið tilraunaleikhús, þátttökuverk, fjölskyldusýningar, dans og ópera. Allir ættu að geta fundið sviðslistir við sitt hæfi á Listahátíð.

SAURUS
Stærstu skepnur sem nokkru sinni hafa búið á jörðinni snúa aftur til 21. Aldarinnar! Við upphaf Listahátíðar birtast þær vegfarendum í miðborginni og í Grafarvogi í þessu áhrifamikla götuleikhúsi fyrir alla aldurshópa. 

ASPARFELL
Þér er boðið í alvöru blokkarpartý! Íbúar blokkarinnar í Asparfelli 2-12 bjóða í danspartý á heimilum sínum.

ATÓMSTJARNA
Líkaminn og hreyfing eru allsráðandi í dansinnsetningum, gjörningum, skúlptúrum, myndbandsverkum og hljóði í þessu þverfaglega upplifunarverki.

BLÁKLUKKUR FYRIR HÁTTINN
Nýtt leikrit Hörpu Arnardóttur verður flutt sem hljóðverk í hirðingjatjaldi úti í náttúrunni á fjórum mismunandi stöðum á landinu.

BLESUGRÓF
Áhorfendum er boðið í spennandi ferðalag um eitt merkilegasta hverfi Reykjavíkur til þess að upplifa glæný ör-leikverk.

BROTHERS
Stórviðburður í íslensku menningarlífi. Fyrsta ópera Daníels Bjarnasonar hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda í Danmörku.

BROT ÚR MYRKRI
Íslenski dansflokkurinn sýnir Brot úr myrkri í nánd sumarsólstaða, í björtu porti Hafnarhússins.  Tónlistin í verkinu er eftir Sigur Rós. Aðeins ein sýning.

EDDA
Robert Wilson telst til áhrifa-mestu og framsæknustu leikhúslistamanna síðustu áratuga. Sýningar hans eru mikið sjónarspil og unnar af tæknilegri nákvæmni sem fáir leika eftir. Óhætt er að segja að þessi sýning sé ólík öllu sem áður hefur sést á íslensku leiksviði.

HJÁLMURINN
Einstakt, lifandi og síbreytilegt hljóðverk fyrir börn þar sem texti og tónlist rennur saman.

KINDURNAR
Þessar bráðfyndnu og heimsfrægu kindur frá Kanada gleðja börn sem fullorðna. Sýningin fer fram í glænýju útileikhúsi við Veröld – hús Vigdísar.

ÓÐUR OG FLEXA: RAFMAGNAÐ ÆVINTÝRI
Eftir ævintýralegt afmælispartý er allt á rúi og stúi heima hjá Óði og Flexu. Þeim birtist þá óvænt rafmagnaður gestur... Danssýning fyrir alla fjölskylduna. 

R1918
Risavaxinn borgargjörningur í miðborg Reykjavíkur sem enginn getur látið framhjá sér fara. Hátt í 200 almennir borgarar hafa aðkomu að verkefninu.

THE GREAT GATHERING
Danssýning á Eiðistorgi. Verkið er flutt af dönsurum íslenska dansflokksins og hópi af krökkum á aldrinum 9-16 ára.

THE LOVER
Líkami dansarans og umhverfi tekur stöðugum umbreytingum í þessu sjónræna og einstaklega fallega dansverki sem er hugleiðing um hið flókna samband manns og náttúru.

 

Miðar fást á tix.is!