1.-16. júní 2024

31. ágúst 2020

Opnunartónleikar Listahátíðar verða loks að veruleika

Eins og fylgjendur Listahátíðar hafa eflaust tekið eftir hafa opnunartónleikar hátíðarinnar ekki enn farið fram, en þeir voru upphaflega á dagskrá þann 6. júní sl. Tónleikum Víkings Heiðars Ólafssonar var í kjölfar samfélagsbreytinga frestað til 6. og 7. september en því miður ganga þær dagsetningar ekki upp heldur vegna samkomutakmarkanna.En allt er þegar þrennt er og hefur nú verið fundin ný dagsetning fyrir þennan stórviðburð. Dagana 9., 10. og 11. október nk. munu tónleikarnir fara fram í Eldborg Hörpu og verður svæðið hólfað niður í samræmi við reglur Almannavarna. Leikið verður án hlés svo gestum á mismunandi sóttvarnarsvæðum sé ekki stefnt saman á neinum tímapunkti. 

Miðsala er í fullum gangi. 9. október kl. 20:00 – Uppselt 10. október kl. 20:00 – Örfáir miðar lausir 11. október kl. 20:00 – Laus sæti