21. maí — 5. júní 2016
 
Wide Slumber

Wide Slumber

VaVaVoom & Bedroom community

Tjarnarbíó
24. maí kl 20:00 Frumsýning 25. maí kl 20:00 Önnur sýning 26. maí kl 20:00 Þriðja sýning

Verð: 3.900 — 4.900 kr.
Deila

Dragðu andann í takt við vængjaslátt mölflugu sem berst fyrir lífinu við logann frá ljósaperunni, á meðan þú glímir við flækta sængina í óravíðum andvökudraumi.

 

Wide Slumber, nýtt tónleikhúsverk úr smiðju VaVaVoom og Bedroom Community, verður frumflutt á Listahátíð í Tjarnarbíói.

 

Verkið er innblásið af ljóðabókinni Wide Slumber For Lepidopterists eftir a. rawlings, þar sem mismunandi stigum svefns er líkt saman við lífshring fiðrilda og prósi hins vakandi manns umbreytist í ljóð þess sem sefur.

 

Furðuheimur sífelldra hamskipta er skapaður á sviðinu með aðferðum myndræns leikhúss og brúðuleikhúss. Tónlist og söngur leiða áhorfandann um sögusvið þar sem mörk draums og veruleika eru óljós. Söngvararnir þrír holdgera sögusvið og persónur innan Wide Slumber og birtast okkur sem svefnvísindamaður, fiðrildafræðingur og svefngengill. Með þeim á sviðinu er hljómsveit og vefarinn sem spinnur þráðinn.
Við höfum draumfarir, höfum við draumfarir?

 

Tónlist: Valgeir Sigurðsson
Texti: a. rawlings

Leikgerð: Sigríður Sunna Reynisdóttir og Sara Martí (VaVaVoom)
Leikstjórn: Sara Martí

Söngvarar: Alexi Murdoch, Sasha Siem, Ásgerður Júníusdóttir
Hljóðfæraleikarar: James McVinnie, Liam Byrne, Ólafur Björn Ólafsson

Leikmyndahönnun: Eva Signý Berger
Búningahönnun: Harpa Einarsdóttir
Leikmuna- og brúðuhönnun: Sigríður Sunna Reynisdóttir og Marie Keller
Ljósa- og vídjóhönnun: Ingi Bekk
Myndbandsverk: Pierre-Alain Giraud

 

Bedroom Community er plötuútgáfa og alþjóðlegt samfélag listamannastofnað í Reykjavík árið 2006 af Valgeiri Sigurðssyni í félagi við Ben Frost og Nico Muhly. Bedroom Community hefur allar götur síðan skapað sér sess fyrir hljómplötur, tónleika og samstarfsverkefni sem virða að vettugi listræn og landfræðileg mörk.

bedroomcommunity.net

 

VaVaVoom-leikhópurinn var stofnaður árið 2011 af Sigríði Sunnu Reynisdóttur og Söru Martí. Fyrri verkefni VaVaVoom eru Hands Up! sem hlaut Tallinn Treff Festival verðlaunin árið 2011 og Nýjustu fréttir, sem var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu haustið 2012 og flutt á Edinborgarhátíðinni í ágúst 2013. Sýningin hlaut mikið lof gagnrýnenda og fékk tvær Grímutilnefningar; Sproti ársins 2013 og Tónlist ársins 2013.

vavavoomtheatre.com