21. maí — 5. júní 2016
 
Vessel Orchestra eftir Lilju Birgisdóttur

Vessel Orchestra

Opnunarverk Listahátíðar 2013

Reykjavíkurhöfn, Miðbakki
01. janúar

Deila

27. Listahátíð í Reykjavík verður flautuð á í nýju verki eftir Lilju Birgisdóttur sem verður leikið með skipaflautum í Reykjavíkurhöfn. 

 

Lilja Birgisdóttir er myndlistarkona sem vinnur jöfnum höndum með margvíslega miðla, þar á meðal hljóð. Hún hefur, að beiðni Listahátíðar, samið tónverk fyrir skipin í höfninni. Verkið mun óma um borgina og því víða hægt að njóta þess en Lilja mun stjórna skipunum frá Miðbakka Reykjavíkurhafnar kl. 17:45 föstudaginn 17. maí.

Myndir sem eru hluti af verkinu má sjá víða í kynningu á hátíðinni í ár.