21. maí — 5. júní 2016
 
V Weather Diaries – bibi

Sköpunarkraftur úr Norður-Atlantshafi

Norræna húsið
03. júní kl 16:00 — 17:00

Deila

Harðbýlu eyjarnar í Norður-Atlantshafi – Ísland, Grænland og Færeyjar – eru langt frá hásölum tískunnar. Engu að síður hafa þær margt að bjóða hönnuðum og listamönnum; því einstök birta og nálægð við villt náttúruöfl og víðerni veita mörgum innblástur. Hönnuðirnir Bibi Chemnitz frá Grænlandi, og tvíeykið Guðrún Ludvig og Guðrún Rógvadóttir frá Færeyjum ræða hvernig náttúran, hefðir, litir og áferð úr umhverfinu „heima“ hafa áhrif á vinnu þeirra. Við munum einnig kynnast hvernig áræðni og hugmyndaflug hefur mótað vörumerki („brand“) með sterk sérkenni sem grundvallast á eigin fagur- og hugmyndafræði; vörumerki sem höfðar til kaupenda bæði heima og heiman. Fyrirlesararnir eru allir þátttakendur í sýningunni The Weather Diaries.
 
Halla Helgadóttir stýrir umræðum að loknum fyrirlestrunum og tekur við spurningum úr sal.
 
Þátttaka er ókeypis. Ekki þarf að skrá sig. Dagskráin fer fram á ensku.