21. maí — 5. júní 2016
 
V UR_

UR_

Kammerópera eftir Önnu Þorvaldsdóttur í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar

Harpa, Norðurljós
04. júní kl 20:00

Verð: 5.500 kr.
Deila

Frumflutningur á Íslandi á fyrstu óperu Önnu Þorvalds­ dóttur tónskálds, sem Þorleifur Örn Arnarsson leikstýrir.
 
Áhorfendum er boðið í íhugult ferðalag um óræða veröld
í tíma og rúmi þar sem hugleiðingum um leit að uppruna
og tengingu við rætur sjálfsins er velt upp. Dreymandi og næmur hljóðheimur Önnu Þorvaldsdóttur skapar tregafulla passíu, þar sem undirtónninn einkennist af brothættri nánd, yfirþyrmandi þrá eftir sannleika og von um endurheimt jafnvægi. Í leikstjórn sinni hefur Þorleifur Örn Arnarsson hugmyndina um hið síleitandi mannkyn að leiðarljósi. Hann leyfir hinu skynræna og óhlutbundna myndmáli tónlistarinnar og frásagnarinnar að leiða flytjendurna í átt að flæðandi samruna skilningarvitanna.
 
UR_ er afrakstur verkþróunar yfir tveggja ára tímabil sem fram fór á Grænlandi, Íslandi, Noregi og Þýskalandi undir merkjum Far North. Verkefnið er unnið í samstarfi Far North við Listahátíð í Reykjavík, Theater Trier, Ultima Oslo Contemporary Music Festival, Norsku þjóðaróperuna og Grænlenska þjóðleikhúsið.
 
Uppsetningin hér á landi er unnin í samstarfi við Íslensku óperuna.
 
Tónlist: Anna Þorvaldsdóttir

Texti: Anna Þorvaldsdóttir & Mette Karlsvik
Leikstjórn: Þorleifur Örn Arnarsson
Leikmynd & búningar: Anna Rún Tryggvadóttir
Framleiðandi & listrænn stjórnandi Far North: Arnbjörg María Danielsen
Hljómsveitarstjóri: Bjarni Frímann Bjarnason
Flytjendur: Joa Helgeson, Melis Jaatinen, Sofia Jernberg, Tinna Þorsteinsdóttir, Miké Phillip Fencker Thomsen, Örnólfur Eldon og CAPUT tónlistarhópur.
Sýningarstjóri: Sebastian Reckert
Sviðstæknistjóri: Florian Semmet