21. maí — 5. júní 2016
 
V Terri Lyne Carrington

The Mosaic Project

Terri Lyne Carrington ásamt sjö manna djassbandi

Harpa, Eldborg
05. júní kl 20:00

Verð: 6.900 — 7.900 kr.
Deila

Djasstónleikar hins þrefalda Grammy­verðlaunahafa og yfirburðatrommuleikara Terri Lyne Carrington eru lokaviðburður Listahátíðar. Með henni í för verður sjö manna djassband úrvalstónlistarmanna. Tónleikarnir eru með R&B­ívafi.
 
Terri Lyne Carrington er talin á meðal allra bestu djass- trommara heims. Hún hefur starfað náið með mörgum af stórstjörnum djassins, svo sem þeim Herbie Hancock, Wayne Shorter, Al Jarreau, Stan Getz, Cassöndru Wilson og Dianne Reeves.
 
Carrington hlaut sín fyrstu Grammy-verðlaun árið 2012, í flokknum Best Jazz Vocal Album, fyrir plötuna The Mosaic Project. Platan er sérsök fyrir þær sakir að á henni leika einungis konur. Í hópnum eru margar af þekktustu djass- tónlistarkonum nútímans: Esperanza Spalding, Dianne Reeves, Dee Dee Bridgewater, Sheila E., Nona Hendryx og Geri Allen. Árið 2015 kom út nokkurs konar framhald af fyrri Mosaic-plötunni, Mosaic Project: LOVE and SOUL.
 
Á meðal þeirra sjö stórkostlegu listamanna sem fylgja Carrington til Íslands eru söngkonurnar Lizz Wright og Elena Pinderhughes, sem einnig leikur á flautu.
 
Lizz Wright er bandarísk söngkona og lagahöfundur.
Í tónlist hennar og túlkun fléttast saman djass, blús, R&B
og þjóðlagatónlist á grunni gospel-tónlistar sem skipaði stóran sess í tónlistaruppeldi Wright. Þessi einstaka listakona hefur gefið út fimm sólóplötur sem hlotið hafa frábærar viðtökur og mikið lof gagnrýnenda.
 
Elena Pinderhughes, söngkona og flautuleikari, er einungis tvítug að aldri en hefur nú þegar komið fram í Carnegie Hall, Hvíta húsinu og The Kennedy Center. Hún tók upp sína fyrstu plötu ellefu ára gömul og hefur síðan meðal annars sungið og leikið með tónlistarmönnunum Herbie Hancock, Esperönzu Spalding og Carlos Santana.
 
Tónleikar Carrington á Íslandi verða innblásnir af Mosaic-plötunum tveimur.
 
Flytjendur:
Trommur/stjórnandi: Terri Lyne Carrington
Söngur: Lizz Wright
Gítar: Ben Eunson

Bassi: Josh Hari

Flauta og söngur: Elena Pinderhughes

Saxófónn: Tia Fuller

Saxófónn: Tineke Postma
Píanó/hljómborð: Rachel Z (Nicolazzo)