21. maí — 5. júní 2016
 
V Selló, þú barómeter hjarta míns

Selló, þú barómeter hjarta míns

Níu sellóleikarar og söngkona

Laugarneskirkja
22. maí kl 16:00

Verð: 4.700 kr.
Deila

Níu sellóleikarar og söngkona koma fram á tónleikunum sem helgaðir eru minningu sellósnillingsins Erlings Blöndal Bengtsson.
 
Hugmyndin að tónleikunum Selló, þú barómeter hjarta míns kviknaði í huga Gunnars Kvaran sellóleikara við andlát Erlings Blöndal Bengtsson í júní 2013. Gunnar, sem er skipuleggjandi og stjórnandi tónleikanna, vildi með því heiðra náinn vin og kennara.
 
Erling Blöndal var einn mesti sellóleikari sinnar samtíðar og hlaut margvísleg verðlaun fyrir list sína. Fyrir tónleikana fékk Gunnar til liðs við sig átta sellóleikara sem allir eiga það sameiginlegt að hafa verið nemendur Gunnars hér heima, áður en þeir héldu til framhaldsnáms erlendis. Þeir eru því í raun barnabörn Erlings, í tónlistarlegum skilningi.
 
Erling var stórkostlegur flytjandi einleiksverka J.S. Bach og ber efnisskrá tónleikanna keim af því dálæti sem hann hafði á tónskáldinu. Á efnisskránni eru einnig verk eftir Heitor Villa-Lobos og umritun Hrafnkels Orra Egilssonar á katalónska þjóðlaginu Söngur fuglanna fyrir einleiksselló með átta sellóleikurum.
 
Einsöngvari: Hulda Björk Garðarsdóttir
Einleikarar: Margrét Árnadóttir & Gunnar Kvaran
Stjórnandi: Gunnar Kvaran
Sellóleikarar: Bryndís Halla Gylfadóttir, Sigurgeir Agnarsson, Sigurður Bjarki Gunnarsson, Júlía Mogensen, Hrafnkell Orri Egilsson, Margrét Árnadóttir, Bryndís Björgvinsdóttir & Sigurður Halldórsson
 
EFNISSKRÁ:
J. S. Bach
Einleikssvíta fyrir selló nr. 3 í C-dúr BWV 1009
Prélude
Allemande
Courante
Sarabande
Bourrée I-II
Gigue
Einleikari: Margrét Árnadóttir
 
Heitor Villa-Lobos
Bachianas Brasileiras nr. 5 fyrir sópran og átta selló
I. Aria (Cantilena) 1938
II. Dansa (Martelo) 1945
Einsöngvari: Hulda Björk Garðarsdóttir
 
Hrafnkell Orri Egilsson
Umritun á katalónska þjóðlaginu Söngur fuglanna fyrir einleiksselló og átta selló
Einleikari: Gunnar Kvaran
 
Heitor Villa-Lobos
Bachianas Brasileiras nr. 1 fyrir átta selló
I. Introduction (Embolada)
II. Preludio (Modinha)
III. Fugue (Conversa)