21. maí — 5. júní 2016
 
V Phoenix

Phoenix – Reykjavík Edition

eftir Wunderland

Snarfarahöfn, Elliðavogi
22. maí — 05. júní kl 14:30 — 16:30

alla daga nema mánudaga og þriðjudaga

Verð: 2.500 kr.
Deila

Þér er boðið í ferðalag um landslag tilfinninga. Þú verður leidd/ur um höfnina, báta, tjöld og fjöruna. Þú upplifir ógleymanlegt ferðalag í gegnum náttúruna, tilfinningar, minningar, gleði, hræðslu og drauma.
 
Þú færð úthlutaðan tíma til að mæta í Snarfarahöfn, þar sem upplifunin hefst. Þú finnur lyktina af reipi og bátum. Það brakar í dyrum sem opnast. Þú heyrir snark í arineldi. Gólfið er þakið þykku öskulagi. Þér er boðið að ganga inn.
 
Þú ert um það bil að leggja upp í tilfinningaríka ferð, blandaða af innsetningum, hljóðskúlptúrum, gagnvirkni og textum. Þú ert leidd/ur áfram af listamönnum og gps-stýrðu hljóðkerfi í heyrnartólum en þó er þetta þín persónulega reynsla. Þennan leiðangur, á kunnuglegar en um leið ókannaðar slóðir, upplifir þú með öllum skilningarvitum. Ilmurinn af trébátum, gleymdum draumum um vanillu og rykugum hornum barnæsku þinnar – skuggi andlits sem minnir á þitt eigið.
 
Árið 2014 hlaut Phoenix-verkefnið, sem fyrst var sett upp í Árósum í Danmörku, verðlaun The Arts Foundation í Danmörku. Sýningin er sköpunarverk níu alþjóðlegra listamanna með fjölbreyttan bakgrunn í ólíkum listgreinum.