21. maí — 5. júní 2016
 
V Persóna

Persóna

Íslenski dansflokkurinn

Borgarleikhúsið, Nýja sviðið
22. maí kl 20:00

Verð: 4.900 kr.
Deila

Íslenski dansflokkurinn býður til einstaks og persónu­ legs danskvölds þar sem frumflutt verða tvö verk eftir þrjá íslenska danshöfunda. Í Persónu munu áhorfendur sjá afrakstur tveggja ólíkra vinnuaðferða í sýningu þar sem dansarinn sjálfur er í forgrunni.
 
Neon eftir Hannes Þór Egilsson
Allar hreyfingar dansverksins samdi Hannes í æfingastúdíói Íd í viðurvist dansaranna. Með sinn eigin bakgrunn að leiðarljósi leggur Hannes áherslu á mikilvægi þess að vera meðvitaður um hvert einstaka augnablik þegar dansað er. Með þessu leitast hann við að gera ásetning dansarans sýnilegri og fókus hans sterkari, sem gerir hvert einasta smáatriði áhrifaríkara.
 
What a feeling eftir Höllu Ólafsdóttur og Lovísu Ósk Gunnarsdóttur
Í stöðugri leit að nýjum aðferðum við að skapa dans nýta Halla og Lovísa sér hið hefðbundna og endurvinna það í von um að hið einstaka brjótist fram. Þær vilja draga fram dansarann sem einstakling og hafa því í samvinnu við dansara Íslenska dansflokksins skapað uppáhalds sólódans hvers og eins. Sólódans byggðan á löngunum, þrám og sögu hvers dansara.
 
Dansarar: Aðalheiður Halldórsdóttir, Cameron Corbett, Einar Anton Aas Nikkerud, Halla Þórðardóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir & Þyri Huld Árnadóttir
Danshöfundur (Neon): Hannes Þór Egilsson
Hugmynd og höfundar (What a Feeling): Halla Ólafsdóttir & Lovísa Ósk Gunnarsdóttir
Meðhöfundar (What a Feeling): Dansarar Íd
Búningahönnuður (Neon): Þyri Huld Árnadóttir
Stílisti (What a Feeling): Elsa Blöndal