21. maí — 5. júní 2016
 
V Mistakasaga mannkyns

Mistakasaga mannkyns

Hallveig Rúnarsdóttir, Erpur Eyvindarson, Hilmar Örn Hilmarsson, Bjarni Frímann Bjarnason

 

Mistakasaga mannkyns, sem er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík í Gamla bíói, fellur niður vegna veikinda. Allir miðar verða endurgreiddir. Upplýsingar um endurgreiðslu fást á skrifstofu Listahátíðar í Reykjavík í síma 561 2444.

Deila

Hefðbundin ljóð og tónlist fara í gegnum nýstárlega skapandi hakkavél í ádeiluverki tónlistarmannanna Hallveigar Rúnarsdóttur, Erps Eyvindarsonar, Hilmars Arnar Hilmarsonar og Bjarna Frímanns Bjarnasonar.
 
„Enginn hér í heimi hefur eftir minni bestu vitneskju – og ég hef ráðist í áralangar rannsóknir og notið liðsinnis annara við þær – nokkurn tíma tapað fé á því að vanmeta greind hins almenna fjölda. Né hefur nokkur þurft að segja af sér embætti vegna þessa.“  H.L. Mencken – Um blaðamennsku í Chicago Tribune 19. september 1926.
 
Trúarbrögð, heimspeki og listir hafa í gegnum árþúsundir fjallað um hina „illu hneigð“ mannkyns og að það sé okkur eðlislægt að endurtaka mistök kynslóðanna .
Við skoðum söguna, kenningar Sigmundar Freud, Arthur Koestler og fleiri um þessa veilu, grípum niður í harmljóð bókmenntanna, tregasöngva ólíkra tónlistarstefna, kaldhæðna texta og hvernig við höfum öðlast óljósa von í gegnum söguna. Er líffræðin örlagavaldur, er Glámur í gangverkinu, eða erum við á leiðinni útí geim?
 
Er okkur viðbjargandi?
 
Flytjendur: Hallveig Rúnarsdóttir, Erpur Eyvindarson, Hilmar Örn Hilmarsson, Bjarni Frímann Bjarnason og fleiri.