21. maí — 5. júní 2016
 
V Lucrezia

Lucrezia

Symphonia Angelica

Guðríðarkirkja
26. maí kl 19:30

Verð: 4.700 kr.
Deila

Dramatísk frásögn í tónum um fögnuð, sorg, fegurð og ljótleika í flutningi barokkhópsins Symphonia Angelica.
 
Lucrezia, fögur og eftirsóknarverð stúlka af merkum ættum, var uppi í Róm um 500 árum fyrir Krist, í valdatíð konungs- ins og harðstjórans L. Tarquinius Superbus. Sonur hans, Sextus, nauðgar Lucreziu sem fremur sjálfsmorð af skömm. Í kjölfarið fer af stað atburðarás sem veldur byltingu, konungdæmið hrynur og rómverska lýðveldið er stofnað.
 
Kantatan La Lucrezia eftir Händel er einleikur sem byggir á örlögum rómversku stúlkunnar og áheyrendur fara með Lucreziu í tilfinningaferðalag gegnum þjáningu hennar. Händel færir frásögn Lucreziu fram á snilldarlegan hátt með fallegum laglínum, áköfu söngtali og mögnuðu coloratura.
 
Barokkhópurinn Symphonia Angelica er skipaður íslensku tónlistarfólki sem starfar á alþjóðlegum vettvangi. Nálgun að viðfangsefninu er fersk og skapandi, bæði í framsetningu og flutningi, í því skyni að gera samband áhorfenda og flytjenda nánara.
 
Verkum hinnar frönsku Élisabeth-Claude Jacquet de La Guerre auk Johann Adolph Hasse, Henry Purcell og Antonio Vivaldi er tvinnað inn í söguna ásamt spuna til að tengja verkin saman, ná fram sérstökum áhrifum og glæða formið lífi.
 
Listrænir stjórnendur: Sigurður Halldórsson og Sigríður Ósk Kristjánsdóttir.
 
Flytjendur:
Mezzó-sópran: Sigríður Ósk Kristjánsdóttir
Sellóleikari: Sigurður Halldórsson
Semballeikari: Halldór Bjarki Arnarson
1. fiðla: Hildigunnur Halldórsdóttir
2. fiðla: Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir
Víóluleikari: Þóra Margrét Sveinsdóttir
Gítar- og lútuleikari: Arngeir Heiðar Hauksson
 
Efnisskrá:
Henry Purcell
Sónata í g-moll Sonata in G minor
G. F. Händel
Aría Scherza Infida úr Ariodante Aria Scherza Infida from Ariodante
Élisabeth­Claude Jacquet de La Guerre
Ouverture–Aría Non, vivez, je le veux úr Cephale et Procris Ouverture – Aria “Non, vivez, je le veux” from Cephale et Procris
A. Vivaldi
Sinfónía í C-dúr Symphony in C major
G. F. Händel
Kantata–La Lucrezia HWV 145 Cantata – La Lucrezia HWV 145
Élisabeth­-Claude Jacquet de La Guerre
Chacconna
N. Porpora
Viðbótararía úr óperu J. A. Hasse, Artaserse Or la nube procellosa from Artaserse