21. maí — 5. júní 2016
 
V Jaðarber Got hæfileikar

Jaðarber Got hæfileikar

#winninglistahatid #jaðarbergothæfileikar

Mengi
22. maí kl 20:00

Verð: 3.000 kr.
Deila

Elskarðu sanna hæfileika? Nýja og krassandi tónlist? Og fílar líka keppnir? Þá er Jaðarber Got hæfileikar eitthvað fyrir þig.
 
Í hæfileika- og tónlistarkeppninni Jaðarber Got hæfileikar stíga hæfileikabúntin Tinna Þorsteinsdóttir, Grímur Helgason og Kristín Þóra Haraldsdóttir á stokk og etja kappi hvert við annað. Keppendur munu spreyta sig á ólíkum tjáningarleiðum tónlistar, allt frá færni í því að galdra fram viðkvæmnisleg sóló til krassandi samleiks og með því að töfra fram heillandi ábreiðu á dægurlagi. Sá besti eða sú besta mun klárlega vinna; hvert þeirra er besti heildstæði tónlistarmaðurinn?
 
Dómarar eru ekki af verri endanum enda allt þunga- vigtarmenn á sviði tónlistar: Atli Ingólfsson, Halla Oddný Magnúsdóttir og Elísabet Indra Ragnarsdóttir. Einnig getur þú, lesandi góður, haft áhrif á niðurstöðu keppninnar með því að mæta.
 
Kynnir er hinn eini sanni Guðmundur Felixson.
 
Verkið er unnið undir formerkjum YRKJU, starfsþróunar- verkefnis Tónverkamiðstöðvar fyrir ný tónskáld, og nýtur styrkja frá Reykjavíkurborg og Tónskáldasjóði RÚV.
 
Höfundur: Berglind María Tómasdóttir