21. maí — 5. júní 2016
 
Utangarðs?

Utangarðs?

Sumarsýning í Þjóðarbókhlöðu

Þjóðarbókhlaðan
01. janúar Opnun 01. janúar

Opið mánudags til föstudags kl. 9:00-17:00
og laugardaga kl. 10:00-14:00

Deila

Sýningin er um utangarðsfólk og förufólk frá seinni hluta 18. aldar og fram á fyrstu ár 20. aldar. Fjallað verður um sam­fé­lags­breyt­ingar á þessum tíma, lög og reglu­gerðir um flakk og ómaga­fram­færslu, búsetu og atvinnuhætti.

 

Gefin verður innsýn í það hvernig var að vera nið­ur­setn­ingur, fatlaður, geð­veikur, glæpa­maður, drykkju­maður eða lista­maður á þessum tíma. Einnig verður fjallað um sér­kenni utangarðs­fólks og hvaða atvinnu það stundaði helst. Margir voru listamenn; skáld, tón­list­armenn og leikarar og nokkrir voru vatns­berar — á meðan sú starfs­grein var enn við lýði. Enn aðrir höfðu tekjur af ein­hverri sérgáfu líkt og Gvendur dúllari sem „dúllaði“ eða sönglaði.

 

Miklar og hraðar þjóð­fé­lags­breyt­ingar höfðu í för með sér breytta stöðu þeirra sem lentu utangarðs við kjarna­fjöl­skylduna og sam­fé­lagið eða nutu ekki þeirrar aðhlynn­ingar sem völ er á í dag. Leitast verður við að sýna því fólki sem fjallað verður um virðingu.

 

Mikið magn handrita og skjala sem varðveitt eru á handritasafni og tengjast utangarðsfólki á einhvern hátt verða til sýnis. Halldór Bald­ursson teiknar myndir af utangarðs­fólki fyrir sýn­inguna og auk þess eru ljós­mynd­irnar fengnar úr sér­söfnum Lands­bóka­safns Íslands, frá Ljós­mynda­safni Íslands í Þjóð­minja­safni og frá Ljós­mynda­safni Reykjavíkur.

 

Sýn­ingin stendur frá 25. maí til 30. september 2013.