21. maí — 5. júní 2016
 
Undir berum himni

Undir berum himni

List í Þingholtunum og á Skólavörðuholti

Sýningarstjóri Guðrún Erla Geirsdóttir

Þingholtin og Skólavörðuholtið
01. janúar Opnun 01. janúar

Deila

Á útisýningu nær eitt hundrað listamanna gefst  einstakt tækifæri til að berja augum afurðir margra af þekktari myndlistarmönnum þjóðarinnar, annarra minna þekktra og nokkurra sem eru að stíga fyrstu skrefin á grýttri braut listarinnar.

 

Hér má skyggnast inn í margbreytilegan heim nútímalista, enda koma listamennirnir úr öllum geirum myndlistarinnar og fæstir sýna venjulega undir berum himni.

Aldrei hafa fleiri myndlistarmenn sýnt saman á útisýningu hér á landi. Sýningin er í almannarýminu en teygir sig einnig inn í einkagarða og gefur því færi á að skoða Þingholtin og Skólavörðuholtið á nýjan hátt. Sýningarstjóri er G.ERLA – Guðrún Erla Geirsdóttir.

Ítarlegar upplýsingar á vef og samfélagsmiðlum verkefnisins: 
Vefur: http://www.undirberumhimni.is
Facebook: https://www.facebook.com/UndirBerumHimni
Twitter: http://www.twitter.com/UndirBerumHimni

 

 

 

 

 

Sýningin stendur frá 25. maí – 25. ágúst 2013.

 

Teikning eftir Gylfa Þ. Gíslason (hluti)